Jóhann Andersen (Sólbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Júlíus Andersen frá Sólbakka við Hásteinsveg 3, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 14. nóvember 1938.
Foreldrar hans voru Hans Peter Andersen vélstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 30. mars 1887 í Fredriksand í Danmörku, d. 6. apríl 1955, og síðari kona hans Magnea Jónsdóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 29. mars 1911, d. 31. desember 1992.

Börn Magneu og Péturs:
1. Jóhann Júlíus Andersen, síðar á Seltjarnarnesi, f. 14. nóvember 1938 á Sólbakka.
2. Drengur, f. 1. mars 1942 á Sólbakka, d. 21. maí 1942.
3. Valgerður Andersen húsfreyja, matsveinn, f. 9. desember 1944 á Sólbakka, d. 3. júlí 2013.

Börn Péturs og fyrri konu hans Jóhönnu Guðjónsdóttur voru:
1. Valgerður Ólafía Eva Andersen, f. 9. nóvember 1908, d. 17. september 1992.
2. Willum Jörgen Andersen, f. 30. september 1910, d. 17. júlí 1988.
3. Knud Kristján Andersen, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000.
4. Njáll Andersen, f. 24. júní 1914, d. 27. október 1999.
5. Emil Marteinn Andersen, f. 31. júlí 1917, d. 17. mars 1995.
6. Guðrún Svanlaug Andersen, f. 2. mars 1921, d. 25. september 2009.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Jóhann var á sautjánda árinu.
Hann varð sjómaður, fékk vélstjóraréttindi 1958, tók 120 tonna skipstjórnarpróf 1960 og próf í Stýrimannaskóanum í Reykjavík 1962.
Jóhann var skipstjóri á Metu VE 1962-1964, flutti á Seltjarnarnes og síðar til Keflavíkur, reri á Bergvík GK og Hamravík GK og Helgu RE. Hann fór í land 2003 og vann í smiðju.
Þau Anna giftu sig 1964, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hann bjó með Þorbjörgu. Þau eignuðust eitt barn, en slitu samvistir.
Þau Soffía giftu sig 1990, búa í Reykjanesbæ.

I. Kona Jóhanns, (1964), er Anna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1933. Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson, f. 27. júlí 1891, d. 2. janúar 1980, og Sigríður Jóna Halldórsdóttir, f. 8. október 1906, d. 5. janúar 1994.
Börn þeirra:
1. Linda Jóhannsdóttir Andersen móttökuritari, f. 18. júlí 1964. Sambúðarmaður hennar Otri Sigurðsson.
2. Pétur Magni Jóhannsson Andersen vélvirki, f. 10. júní 1966. Kona hans Ída Guðrún Þorgeirsdóttir.

II. Sambúðarkona Jóhanns, (skildu), var Þorbjörg Ólafsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, bókari, f. 14. mars 1944, d. 19. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson sýsluskrifari, f. 15. nóvember 1912, d. 9. ágúst 1990, og kona hans Unnur Hermannsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1919, d. 8. júlí 2008.
Barn þeirra:
3. Styrmir Jóhannsson bakari í Noregi, f. 5. janúar 1983. Sambúðarkona hans er Kolbrún Ýr Harðardóttir.

III. Kona Jóhanns, (1990), er Soffía Klara Zóphoníasdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja, f. 5. júní 1942. Foreldrar hennar voru Zóphonías Frímann Jónsson bóndi, f. 23. október 1909, d. 8. janúar 1985, og Ólafía Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1906, d. 11. nóvember 1955.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Jóhann og Soffía.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.