Guðmundur Magnússon (Görðum við Kirkjubæ)
Guðmundur Magnússon frá Görðum við Kirkjubæ fæddist 18. janúar 1863 og lést í Utah 17. nóvember 1897.
Foreldrar hans voru Magnús Diðriksson vinnumaður, sjómaður í Görðum við Kirkjubæ, f. 1. apríl 1837, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863 og barnsmóðir hans Þorgerður Gísladóttir, síðar húsfreyja í Kokkhúsi, Boston, Dalbæ, og að lokum í Skel, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919.
Guðmundur var með móður sinni og Magnúsi Snjólfssyni hálfbróður sínum í Görðum 1870, með móður sinni, Sigurði Sigurfinnssyni og Högna Sigurðssyni í Kokkhúsi 1875, Boston með henni, Sigurði Sigurfinnssyni og Högna Sigurðssyni og Hildi Sigríði hálfsystkinum sínum 1880. Hann átti enn heimili í Boston 1889.
Guðmundur fluttist til Utah 1890. Hann lést 1897.
Kona hans var Hildur Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1852, d. 24. febrúar 1942 í Vesturheimi.
Dóttir Hildar og stjúpdóttir Guðmundar var
1. Sigríður Sesselja Guðný Ólafsdóttir, f. 24. nóvember 1887 í Batavíu. Hún fór til Vesturheims 1893 með móður sinni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.