Margrét Lilja Magnúsdóttir
Margrét Lilja Magnúsdóttir, húsfreyja, B.Sc.-líffræðingur, starfsmaður Líffræðistofnunar Háskóla Íslands, fyrrverandi safnstjóri Sæheima, fæddist 24. desember 1961.
Foreldrar hennar Magnús Bjarnason, frá Garðshorni við Heimagötu 40, verkstjóri, sérhæfður starfsmaður fiskiðjuvera, f. 5. júlí 1934, d. 21. nóvember 2019, og kona hans Unnur Gígja Baldvinsdóttir, frá Akureyri, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, deildarstjóri, f. 22. mars 1933.
Börn Unnar Gígju og Magnúsar:
1. Snjólaug Ásta Magnúsdóttir, f. 18. febrúar 1957, d. 26. febrúar 1957.
2. Margrét Lilja Magnúsdóttir húsfreyja, BSc.-líffræðingur, starfsmaður Líffræðistofnunar Háskóla Íslands, fyrrverandi safnstjóri Sæheima, f. 24. desember 1961. Fyrri maður hennar var Rafn Benediktsson. Sambýlismaður hennar er Jóhann Pétursson.
3. Bjarni Ólafur Magnússon myndlistarmaður, lögreglumaður á Selfossi, f. 4. apríl 1963, ókv.
Margrét eignaðist barn með Werner 1996.
Þau Rafn giftu sig. Þau skildu.
Þau Jóhann hófu sambúð, eiga ekki barn saman.
I. Barnsfaðir Margrétar er Werner Franz Stallbaumer, f. 15. september 1958 í Þýskalandi.
Barn þeirra:
1. Baldvin Búi Wernersson, f. 6. september 1996.
II. Fyrrum maður Margrétar er Rafn Benediktsson, f. 10. ágúst 1961. Foreldrar hans Benedikt Sigurðsson, f. 29. apríl 1935, d. 11. október 2017, og Rannveig Heiðrún Þorgeirsdóttir, f. 18. september 1940.
III. Sambúðarmaður Margrétar er Jóhann Pétursson, f. 22. júlí 1961. Foreldrar hans Pétur Jóhannsson, skipstjóri, f. 31. júlí 1932, d. 6. desember 2013, og kona hans Kristín Margrét Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 29. apríl 1927, d. 26. apríl 2017.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Margrét Lilja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.