Sigríður Markúsdóttir (Einidrangi)
Sigríður Markúsdóttir frá Keflavík í Hegranesi í Skagafirði, húsfreyja fæddist 7. október 1856 í Eyhildarholti í Rípurhreppi þar og lést 10. nóvember 1939 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Markús Árnason bóndi í Keflavík, f. 1827, d. 1883, og kona hans Filippía Hannesdóttir húsfreyja, f. 1819, d. 1908.
Sigríður var tökubarn í Utanverðunesi í Rípursókn 1860, með foreldrum sínum í Keflavík þar 1870, vinnukona í Vallholti syðra í Viðimýrarsókn í Skagaf. 1880.
Sigríður nam við Kvennaskólann að Ási.
Þau Haraldur giftu sig 1882, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Bjarnastöðum í Blönduhlíð í Skagaf. 1882-1884, voru í húsmennsku í Enni á Höfðaströnd, þá bændur í Hvammakoti þar 1888-1889, á Tumabrekku í Miklabæjarsókn 1889-1893 og í Miklabæ 1893-1894, síðan í húsmennsku þar næsta ár.
Þau fluttust til Sauðárkróks vorið 1896 og bjuggu þar síðast.
Haraldur lést 1918.
Sigríður flutti til Eyja með Lilju dóttur sinni og Ólafi H. Jenssyni 1927, bjó hjá þeim í Hörgsholti við Skólaveg 1927, á Fífilgötu 1, á Geirlandi við Vestmannabraut 8 og á Fífilgötu 5.
Hún bjó síðar hjá Jens dóttursyni sínum í Einidrangi við Brekastíg 29.
Sigríður lést 1939.
I. Maður Sigríðar var Haraldur Sigurðsson bóndi, steinsmiður, f. 7. janúar 1856 á Laugalandi í Eyjafirði, d. 14. janúar 1918 á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi og smiður í Hjaltastaðakoti (nú Grænamýri) í Blönduhlíð, f. 9. desember 1820, d. 1894, og kona hans Lilja Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1827, d. 28. maí 1874.
Börn þeirra:
1. Lilja Haraldsdóttir húsfreyja, f, 8. nóvember 1882, d. 3. desember 1954. Maður hennar Ólafur Helgi Jensson.
2. Goðmunda Haraldsdóttir húsfreyja í Vesturheimi, f. 31. maí 1885, d. 25. desember 1944. Maður hennar Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.