Kristinn Gíslason (bræðslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Kristinn Gíslason.

Guðmundur Kristinn Gíslason frá Þykkvabæ í Djúpárhreppi, bræðslumaður fæddist 2. júlí 1898 og lést 20. maí 1977.
Foreldrar hans voru Gísli Gestsson, síðar bóndi í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, f. 8. september 1878 í Suður-Nýjabæ, d. 9. apríl 1979 í Reykjavík, og barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir frá Gunnuparti í Djúpárhrepi, vinnukona í Hábæ, f. 5. september 1867, d. 15. júní 1920.

Börn Guðrúnar og Gísla í Eyjum:
1. Guðjón Gíslason verkamaður, sjómaður, f. 13. ágúst 1912, d. 25. október 1991.
2. Kjartan Runólfur Gíslason fisksali, f. 21. júlí 1916, d. 1. apríl 1995.
Hálfbróðir þeirra, af sama föður, var
3. Guðmundur Kristinn Gíslason á Herjólfsgötu 7, verkamaður, bræðslumaður, f. 2. júlí 1898, d. 20. maí 1977.

Kristinn var með fyrirvinnunni föður sínum í Suður-Nýjabæ 1901, hjá föður sínum og konu hans 1910.
Hann flutti til Eyja 1918, var sjómaður í Dagsbrún 1920.
Kristinn vann síðar í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanó), (FIVE), var þar bræðslumaður.
Kristinn eignaðist barn með Júlíu 1922.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust fimm börn, en misstu tvö fyrstu börn sín ung. Þau bjuggu á Reynivöllum við Kirkjuveg 66, á Borgarhól við Kirkjuveg 11, í Helli við Vestmannabraut 13b, á Rafnseyri við Kirkjuveg 15b, Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og við Herjólfsgötu 7.
Guðlaug Margrét lést 1956.
Þau Ingiríður Margrét giftu sig, bjuggu við Herjólfsgötu 7. Þau voru barnlaus.

I. Barnsmóðir Kristins var Júlía Tómasóttir, þá vinnukona á Moshvoli í Hvolhreppi, síðar ráðskona í Hafnarfirði, f. 14. júlí 1900, d. 22. október 1952.
Barn þeirra:
1. Sveinbjörg Kristinsdóttir húsfreyja, verkakona, síðast í Keflavík, f. 26. janúar 1922 á Moshvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 17. febrúar 1999. Fyrsti maður hennar var Sveinn Árnason. Sambúðarmaður hennar var Grétar Gíslason. Síðasti maður hennar var Sigurbergur E. Guðmundsson.

II. Fyrri kona Kristins var Guðlaug Margrét Gestsdóttir frá Beinateigi á Stokkseyri, húsfreyja, f. 18. júlí 1903, d. 17. desember 1956.
Börn þeirra:
2. Sigurður Kristinsson, f. 7. júlí 1923 á Reynivöllum, d. 5. desember 1929.
3. Baldur Guðni Kristinsson, f. 26. júlí 1926 í Borgarhól, d. 1. mars 1927.
4. Baldur Kristinsson verslunarmaður, verkstjóri, bíóstjóri, f. 13. desmber 1927 í Helli, d. 25. janúar 2004.
5. Sigríður Jóna Kristinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á Félagsheimilinu, f. 29. september 1929 á Rafnseyri, d. 12. ágúst 2010.
6. Gísli Gunnar Kristinsson málarameistari, f. 20. júlí 1931 á Staðarfelli, d. 23. apríl 2019.

III. Síðari kona Kristins var Ingiríður Margrét Friðriksdóttir (Ingrid Margarethe Heinzelmann), húsfreyja, f. 19. nóvember 1912, d. 9. mars 1999.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.