Margrét Gestsdóttir (Reynivöllum)
Guðlaug Margrét Gestsdóttir frá Beinateigi á Stokkseyri, húsfreyja fæddist 18. júlí 1903 á Skeiðháholti á Skeiðum, Árn. og lést 17. desember 1956 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Gestur Sigurðsson á Beinateig, sjómaður, f. 1. maí 1877, d. 24. maí 1944, og kona hans Guðríður Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1876 á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, d. 2. október 1971.
Fósturforeldrar Margrétar voru föðurforeldrar hennar Sigurður Snæbjörnsson og Guðrún Jónsdóttir í Beinateigi.
Margrét var með fósturforeldrum sínum í æsku.
Hún var vinnukona í Skálavík á Stokkseyri 1920.
Hún flutti til Eyja 1921, var einn af stofnendum Vestmannakórsins og söng með honum um árabil.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust fimm börn, en misstu tvö fyrstu börn sín ung. Þau bjuggu á Reynivöllum við Kirkjuveg 66, á Borgarhól við Kirkjuveg 11, í Helli við Vestmannabraut 13b, á Rafnseyri við Kirkjuveg 15b, Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og við Herjólfsgötu 7.
Guðlaug Margrét lést 1956 og Kristinn 1977.
I. Maður Guðlaugar Margrétar var Guðmundur Kristinn Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, bræðslumaður, f. 2. júlí 1898, d. 20. maí 1977.
Börn þeirra:
1. Sigurður Kristinsson, f. 7. júlí 1923 á Reynivöllum, d. 5. desember 1929.
2. Baldur Guðni Kristinsson, f. 26. júlí 1926 í Borgarhól, d. 1. mars 1927.
3. Baldur Kristinsson verslunarmaður, verkstjóri, bíóstjóri, f. 13. desmber 1927, d. 25. janúar 2004.
4. Sigríður Jóna Kristinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á Félagsheimilinu, f. 29. september 1929 á Rafnseyri, d. 12. ágúst 2010.
5. Gísli Gunnar Kristinsson málarameistari, f. 20. júlí 1931 á Staðarfelli, d. 23. apríl 2019.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik, Blik 1969.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.