Kristbjörg Kristjánsdóttir (Kirkjubóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir.

Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli, húsfreyja, verslunarmaður, talsímakona fæddist 31. október 1931 og lést 15. mars 2018 á Hrafnistu í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Kristján Kristófersson húsgagnabólstrari, f. 4. febrúar 1901, d. 8. ágúst 1983, og kona hans Þóra Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1902, d. 10. ágúst 1994.

Börn Þóru og Kristjáns:
1. Valdimar Þórarinn Kristjánsson, f. 9. maí 1927 á Hofsstöðum, d. 3. október 2015. Kona hans Guðrún K. Þorgeirsdóttir.
2. Jón Kristjánsson, f. 26. febrúar 1929 á Heiði, d. 1999. Kona hans Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir.
3. Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir, f. 31. október 1931 á Þingvöllum, d. 15. mars 2018. Maður hennar Bergur Heiðmar Vilhjálmsson.
Fósturbarn þeirra, barn Valdimars sonar þeirra:
4. Kristján Þór Valdimarsson, f. 11. apríl 1955. Móðir hans var Laufey Guðmundsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1923, d. 20. desember 1981. Kona Kristjáns Þórs var Íris Jónsdóttir, látin.

Kristbjörg var með foreldrum sínum í æsku, á Þingvöllum, í Nýjabæ og á Kirkjubóli.
Kristbjörg var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Hún vann við afgreiðslu í versluninni Framtíðinni og var talsímakona á Símstöðinni.
Í Reykjavík var hún við símavörslu á skiptiborði Landspítalans til starfsloka vegna aldurs.
Þau Bergur giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubóli, byggðu húsið við Landagötu 31 og bjuggu þar til goss 1973.
Þau keyptu fokhelt hús við Melaheiði 15 í Kópavogi, innréttuðu og bjuggu þar frá 1974, uns þau fluttu á Hrafnistu í Kópavogi og dvöldu þar síðast.
Bergur lést 2017 og Kristbjörg 2018.

I. Maður Kristbjargar, (6. júní 1960), var Bergur Heiðmar Vilhjálmsson frá Heiði á Langanesi, múrari, f. þar 12. júní 1933, d. 22. maí 2017.
Börn þeirra:
1. Grétar Þór Bergsson vélvirkjameistari, sölumaður, f. 30. janúar 1960, ókvæntur.
2. Þórir Bergsson viðskiptafræðikennari, íþróttakennari í Kópavogi, f. 6. desember 1963, ókvæntur.
3. Kristín Bergsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. september 1970. Sambúðarmaður Einar Baldvin Pálsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 23. mars 2018. Minning.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.