Kristján Þór Valdimarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Þór Valdimarsson, tæknifræðingur, innkaupastjóri, forstjóri Fínullar h.f. fæddist 11 apríl 1955.
Foreldrar hans Valdimar Þórarinn Kristjánsson, kennari, húsgagnasmiður, f. 9. maí 1927, d. 3. október 2015, og barnsmóðir hans Laufey Guðmundsdóttir, verkakona í Rvk, f. 3. mars 1923, d. 20. desember 1981.

Kristján eignaðist barn með Berglindi 1979.
Þau Íris giftu sig 1990, eignuðust eitt barn og hún átti eitt barn áður.

I. Barnsmóðir Kristjáns Þórs er Berglind Lúðvíksdóttir, f. 3. ágúst 1960.
Barn þeirra:
1. Lúðvík Aron Kristjánsson, f. 2. september 1979.

II. Kona Kristjáns, (31. mars 1990), var Íris Jónsdóttir, húsfreyja, f. 6. apríl 1962, d. 11. febrúar 2012. Foreldrar hennar Jón Sverrir Níelsson, f. 16. nóvember 1916, d. 29. apríl 2007, og kona hans Nanna Renate Möller, f. 23. júlí 1936, d. 21. júlí 2007.
Barn þeirra:
2. Ósk Kristjánsdóttir, f. 3. febrúar 1986.
Barn Írisar:
3. Hrafnhildur Gísladóttir, f. 28. ágúst 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.