Óskar Árnason (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Sigurður Árnason frá Siglufirði, sjómaður, verkamaður, verkstjóri fæddist þar 3. febrúar 1946.
Foreldrar hans voru Árni Einar Árnason, verkamaður, f. 22. júlí 1917, d. 5. mars 1983, og Margrét Theodórsdóttir, húsfreyja, f. 1. febrúar 1922, d. 29. desember 1993.

Óskar ólst upp á Siglufirði.
Hann var togarasjómaður um stutt skeið, flutti til Eyja 1964, var verkamaður hjá Ísfélaginu og verkstjóri.
Þau Kristín giftu sig 1970, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Urðaveg 48 til Goss 1973, síðan við Dverghamar 12.

I. Kona Óskars, (3. maí 1970), er Kristín Þorsteinsdóttir frá Jóhannshúsi við Vesturveg 4, húsfreyja, verkakona, f. þar 6. desember 1950.
Börn þeirra:
1. Laufey Óskarsdóttir, kennaramenntuð, launafulltrúi, f. 16. júní 1969. Sambúðarmaður hennar Björn Gíslason af Seltjarnarnesi.
2. Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur, f. 29. mars 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kristín.
  • Óskar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.