Kjartan Hreinn Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kjartan Hreinn Pálsson.

Kjartan Hreinn Pálsson frá Bólstað í Mýrdal, sjómaður fæddist þar 24. janúar 1938 og lést 2. apríl 1977.
Foreldrar hans voru Páll Valdason Jónssonar, þá vinnumaður í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, síðar þjóðgarðsvörður, múrari, f. 14. júní 1900, d. 8. júní 2000, og barnsmóðir hans Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir frá Bólstað í Mýrdal, síðar húsfreyja á Happstöðum við Hvítingaveg 12, f. 23. október 1913, d. 11. apríl 2007.

Barn Sigurbjargar og Páls Valdasonar:
1. Kjartan Hreinn Pálsson sjómaður, vélstjóri, síðast á Selfossi, f. 24. janúar 1938 á Bólstað í Mýrdal, d. 2. apríl 1977.
Barn Sigurbjargar og manns hennar Gunnars Kristbergs Sigurðssonar sjómanns, vélstjóra, málarameistara.
2. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir talsímakona, húsfreyja, f. 23. júlí 1939 á Happastöðum.

Kjartan var með móður sinni á Bólstað, flutti með henni til Eyja 1938, var 7 sumur í sveit á Bólstað hjá ömmu sinni Hugborgu.
Kjartan lærði vélstjórn.
Hann hóf sjómennsku 15 ára með Sigurði Ögmundssyni á Ísleifi VE 63, var með honum þar um sex ára skeið og síðan á Ísleifi III meðan Sigurður var með þann bát. Hann vann um tveggja ára skeið í Magna. Kjartan hóf störf á Ísleifi IV 1951 með Jóni Valgarði mági sínum og síðar með honum á Gunnari Jónssyni VE 500 og síðan VE 555 til loka starfsævi sinnar.
Þau Halldóra giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 20 og í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 1972.
Þau fluttu til Selfoss.
Kjartan Hreinn lést 1977 og Halldóra 1985.

I. Kona Kjartans Hreins, (25. desember 1961), var Halldóra Valgerður Jóhannsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 8. apríl 1938 í Sölkutóft þar, d. 4. febrúar 1985.
Börn þeirra:
1. Jónína Hugborg Kjartansdóttir snyrtifræðingur, f. 15. desember 1963, d. 16. janúar 1998. Maður hennar Njáll Skarphéðinsson, látinn.
2. Sigurbjörn Snævar Kjartansson lyftarastjóri, f. 5. janúar 1969. Kona hans Wichuda Buddeekan frá Tailandi.
3. Jóhann Bjarni Kjartansson lagermaður, f. 12. janúar 1976. Kona hans Borghildur Sverrisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.