Katrín Sigfúsdóttir (Þingeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Katrín Sigfúsdóttir.

Katrín Sigfúsdóttir frá Ljósalandi við Heiðarveg 35, húsfreyja fæddist 13. október 1944 á Þingeyri við Skólaveg 37 og lést 12. febrúar 2001 í Kaupmannahöfn.
Foreldrar hennar voru Sigfús Sveinsson frá Dalskoti u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, f. þar 22. febrúar 1916, d. 11. júní 2001, og kona hans Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, leikkona, f. þar 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998.

Börn Unnar og Jóhannesar Björnssonar fyrri manns hennar:
1. Ingi Þorgrímur Pétursson, kjörbarn), stýrimaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1932, drukknaði 5. janúar 1962 við S.-Ameríku.
2. Jón Ragnar Björnsson, f. 3. janúar 1940 á Baldursgötu 22 í Reykjavík, d. 20. október 2009.
Barn Unnar og síðari manns hennar Sigfúsar Sveinssonar:
3. Katrín Sigfúsdóttir frá Ljósalandi, húsfreyja, f. 13. október 1944, d. 12. febrúar 2001 í Kaupmannahöfn.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku, á Þingeyri og Ljósalandi.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960.
Þau Sigurjón giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 39 við skírn Inga 1962, á Hilmisgötu 1 við skírn Unnar og Sigfúsar 1965 og 1966. Þau bjuggu um skeið í Danmörku. Þau skildu.
Katrín bjó með John Linde í Danmörku.
Hún lést 2001 í Kaupmannahöfn, var jarðsett í Eyjum.

I. Maður Katrínar, (17. nóvember 1962, skildu), var Sigurjón Ingvars Jónasson frá Skuld, málari, f. 22. febrúar 1940, d. 11. september 2022.
Börn þeirra:
1. Ingi Pétursson Sigurjónsson, síðast í Danmörku, f. 1. maí 1962, d. 21. janúar 1990.
2. Unnur Ragnheiður Sigurjónsdóttir, f. 12. maí 1965. Barnsfaðir hennar Páll Þorgeir Pálsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Grétar Pálsson. Maður hennar Helgi Jóhann Brynjarsson.
3. Sigfús Sigurjónsson, f. 28. júní 1966.

II. Sambúðarmaður Katrínar er John Linde, danskrar ættar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.