Ingi Þorgrímur Pétursson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingi Þorgrímur Pétursson.

Ingi Þorgrímur Pétursson frá Þingeyri, skipstjóri fæddist 22. nóvember 1932 í Reykjavík og drukknaði í S.-Ameríku 5. janúar 1962.
Foreldrar hans voru Pétur Þorgrímsson bifreiðastjóri, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 22. apríl 1906, d. 8. febrúar 1934 og kona hans Ísafold Helga Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. júní 1910, d. 16. september 1979.
Fósturforeldrar hans voru Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdóttir húsfreyja, leikkona, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998, og Jóhannes Björn Björnsson, f. 23. apríl 1906, d. 30. janúar 1946 og síðar Sigfús Sveinsson sjómaður, f. 22. febrúar 1916, d. 11. júní 2001.

Ingi var með foreldrum sínum skamma hríð, veiktist hastarlega og fór í fóstur til Unnar og Jóhannesar tæplega eins árs, síðan fylgdi hann Unni við skilnað hjónanna og varð fósturbarn Unnar og síðari manns hennar Sigfúsar Sveinssonar.
Ingi lauk 3. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1949, var í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1958.
Hann stundaði sjómennsku, var á norsku millilandaskipi um eins og hálfs árs skeið, sneri heim og stundaði sjómennsku. Eftir námið í Stýrimannaskólanum var hann stýrimaður á bátum í Eyjum til 1960.
Ingi fór þá til S.-Ameríku Eftir að hafa siglt á norskum og sænskum skipum fór hann til Columbíu og gerðist þar skipstjóri á stórum fiskibát, May Flower frá Buena Ventura. Hann féll fyrir borð er sviptivindur reið yfir skip hans. Hann drukknaði. Ingi var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.