Jón Ragnar Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Ragnar Björnsson.

Jón Ragnar Björnsson sjómaður fæddist 3. janúar 1940 í Reykjavík og lést 20. október 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Antóníus Jóhannes Björn Björnsson, f. 23. apríl 1906, d. 30. janúar 1946, og Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdóttir húsfreyja, leikkona, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998.
Fósturforeldrar Jóns Ragnars voru Magnús Kristleifur Magnússon netagerðarmeistari, f. 4. nóvember 1890, d. 26. maí 1972, og kona hans og móðursystir Jóns Ragnars Þuríður Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 13. maí 1898, d. 17. maí 1981.

Jón Ragnar var með foreldrum sínum, en kom til fósturforeldra sinna 1946 og ólst þar upp.
Hann varð snemma sjómaður, var háseti, m.a. á Birni riddara VE og Ágústu VE.
Hann hóf vinnu í Álverinu í Straumsvík, vann þar í 30 ár.
Þau Hildur Inga giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 42, en skildu.

I. Kona Jóns Ragnars,(1963, skildu), var Hildur Inga Hilmarsdóttir, f. 4. nóvember 1941, d. 29. júní 2010.
Börn þeirra:
1. Hilmar Ragnarsson, f. 14. ágúst 1962, d. 7. janúar 2008.
2. Unnur Ragnarsdóttir, f. 20. júní 1964.
3. Ingveldur Ragnarsdóttir, f. 29. mars 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.