Karl Vilmundarson (Hjarðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karl Friðrik Vilmundarson frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, verkamaður, afreksmaður í íþróttum, Olympíufari fæddist 6. desember 1909 og lést 2. maí 1983.
Foreldrar hans voru Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og kona hans Pálína Þuríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.

Börn Þuríðar og Vilmundar:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Karl var með foreldrum sínum í æsku.
Hann skaraði fram úr í frjálsum íþróttum, var sendur á Olympíuleikana í Berlín 1936 til að keppa þar í tugþraut.
Karl var verkamaður í Reykjavík, bjó síðast við Hringbraut 105.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust ekki börn.
Karl lést 1983 og Sigríður 2005.

I. Kona Karls var Sigríður Kristinsdóttir frá Miðkoti í V.-Landeyjum, húsfreyja, matráðskona, fiskverkakona, f. þar 29. maí 1925, d. 4. desember 2005. Foreldrar hennar voru Kristinn Þorsteinsson bóndi, f. 19. mars 1899, d. 30. desember 1983, og kona hans Anna Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1901, d. 23. nóvember 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.