Júlía Gísladóttir (Sæbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Júlía Gísladóttir frá Langagerði í Hvolhreppi, húsfreyja á Sæbergi fæddist 16. júlí 1904 og lést 19. september 1933.
Foreldrar hennar voru Gísli Gunnarsson bóndi, f. 1. nóvember 1868, d. 14. febrúar 1954, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1878, d. 3. júlí 1961.

Börn Guðrúnar og Gísla í Eyjum:
1. Jón Alexander Gíslason útgerðarmaður, skipstjóri á Landamótum, f. 18. mars 1890, d. 29. janúar 1966, maður Ásdísar Sveinsdóttur húsfreyju.
2. Júlía Gísladóttir húsfreyja á Sæbergi, Urðavegi 9, f. 16. júlí 1904, d. 19. september 1933, kona Sigurgeirs Þorleifssonar verkamanns.
3. Aðalheiður Gísladóttir ráðskona, húsfreyja, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933. Barnsfaðir hennar var Sigurlás Þorleifsson. Sambúðarmaður var Björgvin Hafsteinn Pálsson.
4. Hjörleifur Gíslason sjómaður, bóndi, verkamaður, bryggjuvörður, f. 16. apríl 1913, d. 27. desember 2003. Kona hans Ragnheiður Ágústa Túbals.
4. Gunnar Ingólfur Gíslason matsveinn, f. 6. apríl 1915, d. 14. maí 1992. Kona hans var Guðrún Fanney Stefánsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1921.

Júlía var með foreldrum sínum í Langagerði 1910 og 1920.
Þau Sigurgeir giftu sig 1925 og bjuggu á Sæbergi.
Júlía fæddi Adólf 1930 og lést 1933.
Adólf fór í fóstur til Gunnsteins Eyjólfssonar og konu hans Gróu Þorleifsdóttur föðursystur sinnar í Stafholti og ólst þar upp.

Maður Júlíu, (12. desember 1925), var Sigurgeir Þorleifsson verkamaður á Sæbergi, f. 12. júlí 1902, d. 24. ágúst 1950.
Barn þeirra var
1. Adólf Sigurgeirsson, f. 15. ágúst 1930 á Sæbergi, Urðavegi 9.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.