Ragnheiður Ágústa Túbals

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnheiður Ágústa Túbalsdóttir.

Ragnheiður Ágústa Túbalsdóttir frá Múlakoti í Fljótshlíð, húsfreyja fæddist þar 13. desember 1907 og lést 17. febrúar 2001.
Foreldrar hennar voru Túbal Karl Magnús Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð, f. 30. desember 1867 á Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, Gull., d. 9. maí 1946, og kona hans Guðbjörg Aðalheiður Þorleifsdóttir frá Múlakoti, húsfreyja, frumkvöðull, f. 3. ágúst 1870, d. 8. júlí 1958.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Hjörleifur giftu sig 1935, eignuðust tvö börn og ólu upp dóttur Júlís sonar síns. Þau bjuggu í fyrstu í Eyjum, voru bændur á Búðarhóli í A.-Landeyjum 1937-1946, bjuggu að Efri-Þverá í Fljótshlíð frá 1946-1960, síðan í Þorlákshöfn, bjuggu við Oddabraut 21. Þar var Hjörleifur bryggjuvörður.
Þau fluttu að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 1985 og dvöldu þar síðan.
Ágústa lést 2001 og Hjörleifur 2003.

I. Maður Ágústu, (6. janúar 1935), var Hjörleifur Gíslason frá Langagerði í Hvohreppi, Rang., sjómaður, bóndi, bryggjuvörður, f. 16. apríl 1913, d. 27. desember 2003.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Karlotta Hjörleifsdóttir, f. 23. ágúst 1940. Maður hennar Hörður Björgvinsson.
2. Júlí Heiðar Hjörleifsson bifreiðastjóri, f. 21. febrúar 1942. Barnsmóðir hans Sigríður Konráðsdóttir. Kona hans Auður Helga Jónsdóttir.
Fósturbarn, dóttir Júlís sonar þeirra:
3. Guðbjörg T. Júlísdóttir kennari, f. 23. nóvember 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.