Guðrún Fanney Stefánsdóttir
Guðrún Fanney Stefánsdóttir frá Vestra-Stokkseyrarseli í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja fæddist 23. ágúst 1921 og lést 10. nóvember 2017.
Foreldrar hennar voru Stefán Bjarnason bóndi, f. 26. október 1887, d. 22. maí 1935, og kona hans Steinunn Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, húsfreyja, f. 17. maí 1892, d. 13. desember 1985.
Guðrún var með foreldrum sínum til ársins 1935, en þá lést faðir hennar. Hún fluttist til Eyja 1938.
Þau Ingólfur giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Höfðabrekku við Faxastíg 15, en fimm árum síðar keyptu þau íbúð við Vesturveg 32, bjuggu þar í níu ár, en eignuðust þá húsið við Hólagötu 33 og bjuggu þar til Goss 1973, er þau fluttu á Selfoss og síðar til Reykjavíkur.
Gunnar Ingólfur lést 1992 og Guðrún Fanney 2017.
I. Maður Stefaníu Fanneyjar, (20. desember 1941), var Gunnar Ingólfur Gíslason matsveinn, f. 6. apríl 1915 að Langagerði í Hvolhreppi, Rang., d. 14. maí 1992.
Börn þeirra:
1. Steinunn Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1941 á Höfðabrekku. Fyrrum maður hennar Hjörleifur Hallgríms.
2. Vigfús Ingólfsson, sjómaður, f. 19. janúar 1943 á Höfðabrekku, d. 9. febrúar 2023. Hann var ókvæntur.
3. Gísli Ingólfsson vélstjóri, f. 24. júlí 1947 á Vesturvegi 32 . Kona hans Linda Hannesdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.