Guðríður Amalía Magnúsdóttir
Guðríður Amalía Magnúsdóttir frá Lyngbergi fæddist 7. október 1908 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum og lést 12. maí 1986.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, (nú Lækjarhvammur), bóndi, trésmiður og garðyrkjumaður í Bergholti, á Lyngbergi og síðast í Hljómskálanum, f. 4. febrúar 1881, d. 30. apríl 1974, og kona hans Sigríður Hróbjartsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
Börn Sigríðar og Magnúsar voru:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Fósturdóttir hjónanna var
7. Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari, organisti í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 1. júní 1925, d. 11. febrúar 2016.
Guðríður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur og til Eyja 1913.
Hún var með þeim í Bergholti við Vestmannabraut, með þeim á Lyngbergi 1927, var vinnukona hjá Páli Kolka lækni og Guðbjörgu konu hans á Sólvöllum við Kirkjuveg 27 1930, með foreldrum sínum á Lyngbergi 1934.
Þau Holberg giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Lyngbergi 1935, í Pétursey við Hásteinsveg 43 1940, Reykhólum við Hásteinsveg 30 1945 og 1949.
Þau fluttu til Grindavíkur, stofnuðu og ráku þar netaverkstæði.
Holberg lést 1970.
Guðríður bjó síðast að Strandaseli 5 í Reykjavík og lést 1986.
I. Maður Guðríðar Amalíu var Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmeistari, f. 17. nóvember 1913, d. 16. janúar 1970.
Börn þeirra:
1. Rut Holbergsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1935 á Lyngbergi, síðast á Kársnesbraut 30a í Kópavogi, d. 10. mars 1956. Maður hennar Már Bjarnason.
2. Jón Holbergsson netagerðarmeistari, f. 19. febrúar 1944 á Hásteinsvegi 43, býr á Skipalóni 26 í Hafnarfirði. Kona hans Sigurborg Pétursdóttir.
3. Sigmar Holbergsson netagerðarmaður í Noregi, f. 19. ágúst 1947 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Málfríður Gunnlaugsdóttir.
Fóstursonur hjónanna, sonur Rutar og Más Bjarnasonar:
4. Holberg Másson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 21. september 1954 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Guðlaug Björnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.