Holberg Jónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Holberg Jónsson.

Holberg Jónsson frá Bergi á Akranesi, sjómaður, netagerðarmeistari fæddist þar 17. nóvember 1913 og lést 16. janúar 1970.
Foreldrar hans voru Jón Ásbjörn Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, netagerðarmaður, f. 30. september 1892 í Brekkubæ á Akranesi, d. 18. júní 1956, og kona hans Jónheiður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 15. janúar 1893, d. 8. júlí 1996.

Börn Jónheiðar og Jóns Ásbjörns:
1. Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmaður, f. 17. nóvember 1913, d. 16. janúar 1970. Kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir.
2. Adolf Guðni Jónsson garðyrkjumaður í Hveragerði og Danmörku, f. 11. október 1918, d. 20. mars 2018. Kona hans Gurli Jónsson.
3. Guðbrandur Reykdal Jónsson netagerðarmeistari, f. 11. október 1918, d. 23. september 2010. Kona hans Sesselja Fanný Guðmundsdóttir.
4. Esther Jónsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, forstöðukona, f. 25. október 1930. Maður hennar Theodór Guðjónsson frá Gvendarhúsi, skólastjóri.
5. Kristrún Jónsdóttir fóstra, f. 5. mars 1933.

Holberg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Bergi á Akranesi, í Reykjavík, með þeim á Reynivöllum við Kirkjuveg 66 1934.
Holberg stundaði sjómennsku, síðan netagerð.
Þau Guðríður giftu sig, bjuggu á Lyngbergi 1935, í Pétursey við Hásteinsveg 43 1940, Reykhólum við Hásteinsveg 30 1945 og 1954.
Þau fluttu síðar til Grindavíkur, stofnuðu og ráku þar netaverkstæði.
Þau bjuggu á Túngötu 8 í Grindavík.
Holberg lést 1970 og Guðríður Amalía 1986.


I. Kona Holbergs var Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
Börn þeirra:
1. Rut Holbergsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1935 á Lyngbergi, síðast á Kársnesbraut 30a í Kópavogi, d. 10. mars 1956. Maður hennar Már Bjarnason, látinn.
2. Jón Holbergsson netagerðarmeistari, f. 19. febrúar 1944 á Hásteinsvegi 43, býr á Skipalóni 26 í Hafnarfirði. Kona hans Sigurborg Pétursdóttir.
3. Sigmar Holbergsson netagerðarmaður í Noregi, f. 19. ágúst 1947 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Málfríður Gunnlaugsdóttir.
Fóstursonur hjónanna, sonur Rutar og Más Bjarnasonar:
4. Holberg Másson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 21. september 1954 á Reykhólum við Hásteinsveg 30. Kona hans Guðlaug Björnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.