Reykdal Jónsson (netagerðarmeistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Fanný og Reykdal.

Guðbrandur Reykdal Jónsson frá Reynivöllum, netagerðarmeistari fæddist 11. október 1918 í Reykjavík og lést 23. september 2010 í dvalarheinilinu Greenridge Estates í Oregon, Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru Jón Ásbjörn Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, netagerðarmaður, f. 30. september 1892 í Brekkubæ á Akranesi, d. 18. júní 1956, og kona hans Jónheiður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 15. janúar 1893, d. 8. júlí 1996.

Börn Jónheiðar og Jóns Ásbjörns:
1. Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmaður, f. 17. nóvember 1913, d. 16. janúar 1970. Kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir.
2. Adolf Guðni Jónsson garðyrkjumaður í Hveragerði og Danmörku, f. 11. október 1918, d. 20. mars 2018. Kona hans Gurli Jónsson.
3. Guðbrandur Reykdal Jónsson netagerðarmeistari, f. 11. október 1918, d. 23. september 2010. Kona hans Sesselja Fanný Guðmundsdóttir.
4. Esther Jónsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, forstöðukona, f. 25. október 1930. Maður hennar Theodór Guðjónsson frá Gvendarhúsi, skólastjóri.
5. Kristrún Jónsdóttir fóstra, f. 5. mars 1933.

Reykdal var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Hólabergi í Skildinganesi.
Hann hóf snemma sjóróðra með föður sínum og bræðrum, en faðir þeirra gerði út trillu frá Reykjavík.
Árið 1934 fluttist fjölskyldan til Eyja.
Reykdal hóf störf hjá Oddi skósmið, en stofnaði Netagerð Reykdals og rak hana við Heiðarveg 3 frá 1943 uns hann flutti til Reykjavíkur 1957.
Reykdal rak netaverkstæði í Kópavogi og síðar við Nýlendugötu í Reykjavík.
Þau fluttu til Bandaríkjanna 1976 og þar hélt Reykdal áfram rekstrinum, bjuggu ýmist í Kaliforníu eða Washington og síðast í Oregon fylki.
Þau Sesselja Fanný giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Reynivöllum við Kirkjuveg 66, síðan á Heiðarvegi 3.

I. Kona Reykdals, (1943), var Sesselja Fanný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1924, d. 10. nóvember 2013.
Börn þeirra:
1. Heiðar Reykdalsson, f. 11. júní 1944 á Reynivöllum. Kona hans Helga F. J. Jonsson. Þau búa í Bandaríkjunum.
2. Sigfríður Esther Reykdalsdóttir, f. 25. mars 1948 á Heiðarvegi 3, síðast í Bandaríkjunum, d. 31. október 1991. Maður hennar Elías Langholt.
3. Jón Víðir Jónsson, f. 9. október 1957. Kona hans Janice Jonsson. Þau búa í Bandaríkjunum.
4. Thor Reykdal Þröstur Jónsson, f. 17. mars 1964. Kona hans Lisa Jonsson. Þau búa í Bandaríkjunum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.