Jón Magnússon (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Magnússon bóndi á Vilborgarstöðum fæddist 23. maí 1811 í Ásgarði í Landbroti og lést 3. apríl 1860 á Viilborgarstöðum.
Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson bóndi í Ásgarði, f. 1775, d. 8. ágúst 1846 á Vilborgarstöðum, og síðari kona hans Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1787, d. 4. mars 1840.

Föðurbróðir Jóns var Einar Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1769, d. 18. mars 1852. Börn hans voru m.a.
1. Sigurður Einarsson klénsmiður, (málmsmiður), sjávarbóndi á Kirkjubæ, f. 10. júní 1806.
2. Kristín Einarsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 5. nóvember 1817, d. 6. október 1899.
3. Árni Einarsson bóndi, hreppstjóri og alþingismaður, f. 12. júní 1824, d. 19. febrúar 1899.

Jón var með foreldrum sínum í Ásgarði til ársins 1823, var á Oddum í Meðallandi 1823-1826, var smali í Seglbúðum í Landbroti 1826-1827.
Hann fluttist til Eyja 1827 og var vinnumaður 1835 á Vilborgarstöðum hjá Guðmundi hreppstjóra og síðari konu hans Kristínu Snorradóttur húsfreyju og ljósmóður.
1840 var hann titlaður kvæntur bóndi, en húsfreyja var Kristín Snorradóttir. Kona hans var þar Hallfríður Ísleiksdóttir.
Við manntal 1845 var Jón bóndi á Vilborgarstöðum með Hallfríði konu sinni og föður sínum Magnúsi Sigurðssyni. Hjá þeim var Guðlaug Magnúsdóttir 19 ára vinnukona, systir Jóns.
1850 var Magnús faðir Jóns látinn, en Guðlaug var enn hjá þeim, vinnukona.
1855 var hjá þeim fósturbarnið Guðrún Þorkelsdóttir 12 ára, en móðir hennar hafði látist, er hún var 6 ára. Hún varð móðir Jóhanns Þorkels Jósefssonar alþingismanns og ráðherra.
Jón lést 1860 og þá var Hallfríður ekkja til heimilis á Vilborgarstöðum.

Kona Jóns, (23. október 1840), var Hallfríður Ísleiksdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1809, d. 1. júní 1866.
Börn finnast ekki hjá þeim.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.