Jón Erlendsson (Vanangri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Erlendsson frá Hala í Djúpárhreppi, vinnumaður í Vanangri, síðar trésmiður á Seyðisfirði og í Reykjavík fæddist 8. október 1864 og lést 28. janúar 1941.
Foreldrar hans voru Erlendur Ólafsson bóndi á Hala, ,,bráðröskur, þjóðhagi‘‘, f. 24. apríl 1822 á Ægissíðu, d. 6. desember 1886 á Vestri-Loftsstöðum í Flóa, og sambýliskona hans Guðbjörg Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1831 í Eystri-Hól í V-Landeyjum, d. 28. október 1914 á Eystri-Loftsstöðum í Flóa.

Jón var með vinnukonunni móður sinni í Eystri-Hól í V-Landeyjum 1870, var vinnumaður í Gerðakoti á Miðnesi 1880, á Skúmsstöðum í V-Landeyjum 1890.
Hann fluttist frá Skúmsstöðum til Eyja 1892 og var vinnumaður í Vanangri. Þar var hann 1893 með tökubarninu Sigurði syni sínum og væntanlegri barnsmóður sinni Kristínu Magnúsdóttur og þar voru þau vinnufólk með barnið Erlend á 1. árinu 1894.
Jón fluttist frá Vanangri til Loðmundarfjarðar 1895 með Erlend son sinn með sér. Kristín móðir Erlendar tók hann til sín og hafði hann með sér í förum á Eskifjörð og síðan á sveit sína í V-Skaftafellssýslu.
Jón var vinnumaður á Nesi í Loðmundarfirðir 1897 og þar var Ragnhildur vinnukona. Þau eignuðust Ragnheiði þar 1897.
Þau Ragnhildur giftu sig á Seyðisfirði 1897 og fluttust þangað úr Loðmundarfirði 1898.
Jón var kvæntur í Litlu Pétursborg á Seyðisfirði 1901, þar með Ragnhildi Marteinsdóttur konu sinni og börnum þeirra Þorgeiri Guðjóni og Ragnheiði, en Erlendur sonur hans var á sveit á Strönd í Meðallandi og Sigurður á sveit í Péturshúsi.
Þau Ragnhildur voru á Búðareyri á Seyðisfirðir 1902, eignuðust þar 4 börn að auki.
Ragnhildur lést 1909, rúmum tveim vikum eftir barnsburð.
Jón var með Þorgeiri Guðjóni syni sínum í Antoníusarhúsi í Norðfirði 1910, Ragnheiður var hjá ættingjum á Seyðisfirði, Unnur var tökubarn í Vestdalsgerði þar, Vilhelmína Sólgerður var á Fossi þar og Ragna var á Bjarka þar.
Jón var um skeið smiður í Reykjavík.
Hann lést 1941.

I. Barnsmóðir Jóns var Kristín Magnúsdóttir vinnukona í Vanangri, f. 14. júní 1862, d. 13. desember 1937.
Barn þeirra var
1. Erlendur Jónsson skósmiður á Ísafirði, f. 1. apríl 1894, d. 7. september 1958.

II. Barnsmóðir hans var Margrét Sigurðardóttir frá Stóra-Gerði, f. 9. september 1860, d. 21. desember 1952.
Barn þeirra var
2. Sigurður Jónsson skósmiður, f. 20. maí 1888, d. 16. nóvember 1916.

III. Kona Jóns, (20. apríl 1897 á Seyðisfirði), var Ragnhildur Marteinsdóttir, þá vinnukona á Nesi í Loðmundarfirði, síðar húsfreyja á Seyðisfirði, f. 20. apríl 1872, d. 20. júlí 1909. Foreldrar hennar voru Marteinn Vilhjálmsson bóndi á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu og kona hans Margrét Jónasdóttir.
Börn þeirra voru:
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1897, d. 6. júlí 1981.
4. Þorgeir Guðjón Jónsson bátsformaður á Seyðisfirði, f. 3. október 1899, d. 5. nóvember 1977.
5. Hjálmar Gísli Ingólfur Jónsson, (Ingi), bátsformaður, bifreiðastjóri á Seyðisfirði, síðar í Reykjavík, f. 15. september 1902, d. 13. febrúar 1985.
6. Unnur Jónsdóttir húsfreyja á Siglufirði, síðar á Seyðisfirði, f. 12. ágúst 1905, d. 4. ágúst 1996.
7. Vilhelmína Sólgerður Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 15. nóvember 1906, d. 22. apríl 2003.
8. Ragna Jónsdóttir verslunarmaður á Ísafirði, f. 2. júlí 1909, d. 5. október 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.