Erlendur Jónsson (Vanangri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Erlendur Jónsson frá Vanangri, síðar skósmiður á Ísafirði fæddist 1. apríl 1894 og lést 7. september 1958.
Foreldrar hans voru Jón Erlendsson vinnumaður í Vanangri, síðar trésmiður á Seyðisfirði, f. 8. október 1864, d. 28. janúar 1941, og barnsmóðir hans Kristín Magnúsdóttir, þá vinnukona í Vanangri, f. 14. júní 1862, d. 13. desember 1937.

Hálfsystkini Erlendar samfeðra voru:
1. Sigurður Jónsson skósmiður, f. 20. maí 1888, d. 16. nóvember 1916. Móðir hans var Margrét Sigurðardóttir vinnukona frá Stóra-Gerði, f. 9. september 1860, d. 21. desember 1952.
Börn föður hans í hjónabandi hans á Seyðisfirði með Ragnhildi Marteinsdóttur húsfreyju, f. 20. apríl 1872, d. 20. júlí 1909.
2. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1897, d. 6. júlí 1981.
3. Þorgeir Guðjón Jónsson bátsformaður á Seyðisfirði, f. 3. október 1899, d. 5. nóvember 1977.
4. Hjálmar Gísli Ingólfur Jónsson, (Ingi), bátsformaður, bifreiðastjóri á Seyðisfirði, síðar í Reykjavík, f. 15. september 1902, d. 13. febrúar 1985.
5. Unnur Jónsdóttir húsfreyja á Siglufirði, síðar á Seyðisfirði, f. 12. ágúst 1905, d. 4. ágúst 1996.
6. Vilhelmína Sólgerður Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 15. nóvember 1906, d. 22. apríl 2003.
7. Ragna Jónsdóttir verslunarmaður á Ísafirði, f. 2. júlí 1909, d. 5. október 1989.
Systkini, sammædd, voru:
8. Sigurborg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1896 á Eskifirði, d. 10. janúar 1973.
Faðir hennar var Níels Ágúst Kristján Níelsson, af dönskum ættum, húsmaður á Eskifirði og víðar, f. 3. ágúst 1864, d. 1. febrúar 1916.
9. Guðrún Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja og hannyrðakona í Vík í Mýrdal, f. 7. janúar 1899, d. 9. nóvember 1988. Faðir hennar var Sigurður Halldórsson, ættaður úr Eyjafirði, sjómaður og verkamaður á Eskifirði og Reyðarfirði, f. 21. desember 1838, d. 28. febrúar 1910.

Erlendur var í Vanangri 1894. Hann fluttist með föður sínum til Loðmundarfjarðar 1895. Kristín móðir hans fór austur og sameinaðist Erlendi, fluttist með hann frá Björnshúsum í Norðfirði til Eskifjarðar 1896, eignaðist 2 börn á Eskifirði og var annað þeirra tekið í fóstur þar, en 1899 var Kristín ,,rekin á sveit með 2 börnum‘‘, vísað til V-Skaftafellssýslu. Kristín var með Erlend á Strönd í Meðallandi 1899-1900. Erlendur var þar tökubarn 1900-1905, á Ytri-Lyngum þar 1905-1907, á Strönd þar 1907-1909. Hann var vinnumaður í Þykkvabæ í Landbroti 1909-1911, í Reynisdal í Mýrdal 1911-1913, fór þaðan í Meðalland.
Erlendur lærði skósmíðar, bjó og stundaði iðn sína á Ísafirði.
Þau Gestína giftu sig 1918 og eignuðust 8 börn.
Erlendur lést 1958 og Gestína 1978.

Kona Erlendar, (28. desmber 1918), var Gestína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1895, d. 7. febrúar 1978. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gestsson bóndi í Fremri Arnardal og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja.
Börn þeirra:
1. Halldór Erlendsson íþróttakennari, f. 16. mars 1919, d. 14. október 1975.
2. Guðmunda Erlendsdóttir húsfreyja á Ísafirði og í Keflavík, f. 27. október 1920, d. 15. maí 1984.
3. Sigurður Erlendsson flugvirki í Keflavík, f. 16. ágúst 1922, d. 31. desember 2014.
4. Jón Erlendsson íþróttakennari, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, f. 2. apríl 1926, d. 19. desember 2010.
5. Guðmundur Erlendsson vélstjóri, lögreglumaður í Hafnarfirði, f. 18. júní 1928, d. 1. ágúst 1978.
6. Ingimundur Erlendsson á Ísafirði, f. 23. júlí 1930, d. 7. febrúar 2003.
7. Þóra Erlendsdóttir húsfreyja og verkakona í Keflavík, f. 23. júlí 1928, d. 26. maí 2009.
8. Sigríður Kristín Erlendsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 17. nóvember 1931, d. 9. mars 2021.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.