Ragnheiður Lára Jónsdóttir
Ragnheiður Lára Jónsdóttir, húsfreyja, þroskaþjálfi fæddist 27. febrúar 1958.
Foreldrar hennar Jón Ingvi Þorgilsson, vélstjóri, járnsmiður, f. 11. janúar 1931, d. 9. október 1988, og kona hans Anna Fríða Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 6. október 1934, d. 25. maí 2005.
Börn Önnu Fríðu og Jóns:
1. Stefán Örn Jónsson, f. 27. ágúst 1953. Kona hans er Björk Elíasdóttir.
2. Ragnheiður Lára Jónsdóttir þroskaþjálfi, f. 27. febrúar 1958 á Akureyri. Maður hennar var Karl Harðarson, látinn.
3. Helena Jónsdóttir, skólastjóri, f. 29. júní 1963. Fyrrum maður hennar er Jón Bragi Arnarsson.
Þau Karl giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk og á Seltjarnarnesi. Karl lést 2018.
I. Maður Ragnheiðar Láru var Karl Harðarson, rak flutningafyrirtæki ásamt konu sinni, fæddist 2. ágúst 1959, d. 5. október 2018. Foreldrar hans Hörður Sófusson, f. 15. október 1935, d. 21. janúar 2023, og Geirlaug Karlsdóttir, f. 1. október 1936.
Börn þeirra:
1. Hörður Karlsson, f. 11. nóvember 1987.
2. Haukur Karlsson, f. 24. október 1990.
3. Auður Karlsdóttir, f. 16. nóvember 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Ragnheiður Lára.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.