Vigfús Ólafsson (skólastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Vigfús Ólafsson.

Vigfús Ólafsson frá Gíslholti, kennari, skólastjóri fæddist 13. apríl 1918 á Raufarfelli u. A-Eyjafjöllum og lést 25. október 2000.
Foreldrar hans voru Ólafur Vigfússon formaður í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1898, d. 19. apríl 1969.

Börn Kristínar og Ólafs í Gíslholti:
1. Vigfús Ólafsson kennari, skólastjóri, f. 13. apríl 1918 að Raufarfelli u. A-Eyjafjöllum, d. 25. október 2000.
2. Kristný Ólafsdóttir fiskverkakona, f. 8. júlí 1921 að Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 24. nóvember 2006.
3. Jóna Margrét Ólafsdóttir, f. 13. apríl 1924 á Vesturhúsum, d. 4. ágúst 1944.
4. Sveinn Ágúst Ólafsson útgerðarmaður, ,,trillukarl“, f. 1. ágúst 1927 í Gíslholti, d. 29. júlí 2003.
5. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1931 í Gíslholti.
6. Guðjón Þorvarður Ólafsson skrifstofumaður, gjaldkeri, myndlistarmaður, bæjarlistamaður, f. 1. nóvember 1935 í Gíslholti.
Fóstursonur Kristínar og Ólafs, sonur Jónu Margrétar:
7. Jón Ólafur Vigfússon vélstjóri, forstjóri í Hafnarfirði, f. 18. júlí 1944.

Vigfús var með foreldrum sínum á Raufarfelli og fluttist með þeim til Eyja 1922.
Hann var með þeim á Vesturhúsum 1922-1924, síðan í Gíslholti, en bjó síðar á Heiðarvegi 61 .
Hann útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum 1933 og lauk kennaraprófi 1940, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1964. Nam við Eik Lærerhöjskole í Noregi 1976-1977.
Vigfús var kennari í Ketildalaskóla í Arnarfirði 1940-1941, við Barnaskólann í Eyjum 1941-1959, skólastjóri í V-Eyjafjallahreppi frá 1959-1962, skólastjóri við barnaskóla og gagnfræðaskóla á Hellu á Rangárvöllum 1962-1974, var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum 1974-1980.
Vigfús hélt smábarnaskóla í Eyjum 1945-1948, var stundakennari við Gagnfræðaskólann 1943-1945, Iðnskólann 1947-1959, skólastjóri hans 1955-1959.
Hann var formaður ÍBV frá stofnun 1945-1950, sat í fæðsluráði 1948-1958.
Vigfús var afreksmaður í langhlaupum.

I. Kona Vigfúsar, (14. ágúst 1948), var Ragnheiður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 31. október 1917, d. 22. mars 2004.
Börn þeirra:
1. Ólafur Vigfússon rafmagnsverkfræðingur, f. 13. maí 1951.
2. Bergsteinn Vigfússon stýrimaður, smiður, f. 2. mars 1954.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.