Jónína Benedikta Eyleifsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Benedikta Eyleifsdóttir húsfreyja, fæddist 22. júlí 1897 í Glaumbæ í Stafneshverfi á Miðnesi og lést 24. mars 1993.
Faðir hennar var Eyleifur sjómaður í Hólakoti í Miðneshreppi á Reykjanesi 1910 og 1920, f. 25. febrúar 1873, d. 28. maí 1955, Ólafsson bónda á Hóli og Hraunshóli í Ölfusi, f. 28. febrúar 1826, d. 22. apríl 1904, Eyjólfssonar bónda á Ytri-Grímslæk í Ölfusi, f. 13. mars 1794 í Riftúni í Ölfusi, d. 27. apríl 1872 á Efri-Grímslæk, Guðmundssonar, og barnsmóður Eyjólfs, Jóreiðar vinnukonu á Eystri-Þurá 1835, f. 1799, Jónsdóttur.
Móðir Eyleifs í Hólakoti og kona Ólafs á Hóli var Guðrún húsfreyja, f. 1829, d. 5. september 1908, Hermannsdóttir bónda í Suður-Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, f. 1792, d. 17. janúar 1853, Eyleifssonar, og konu Hermanns, Margrétar húsfreyju, f. 7. ágúst 1794, d. 12. mars 1848, Grímsdóttur.

Móðir Jónínu Benediktu Eyleifsdóttur og kona Eyleifs í Hólakoti var Margrét Pálfríður húsfreyja í Hólakoti í Miðneshreppi 1910, 1920 og 1930, f. 9. apríl 1874, d. 28. maí 1955, Benediktsdóttir bónda í Efra-Holti undir Eyjafjöllum, f. 1841, Andréssonar bónda og hreppstjóra á Hemlu í Landeyjum, f. 23. ágúst 1814, d. 8. júní 1862, Andréssonar, og konu Andrésar Andréssonar á Hemlu, Guðrúnar húsfreyju, f. 5. júlí 1814, d. 22. júlí 1886, Guðlaugsdóttur.
Móðir Margrétar Pálfríðar og bústýra Benedikts í Efra-Holti 1870, var Margrét, síðar, gift húsfreyja Eiríks Árnasonar bónda í Litlabæ í Hvalsnessókn, f. 1. maí 1843, d. 19. október 1929, Pálsdóttir bónda á Skeiði í Stórólfshvolssókn 1835 og 1845, f. 21. október 1806, d. 16. september 1877, Guðmundssonar, og konu Páls, Sesselju húsfreyju, f. 6. febrúar 1806, d. 6. maí 1875, Pálsdóttur.

Jónína Benedikta var hjá foreldrum sínum í Hólakoti 1910. Hún var á Sólheimum 1927, Njarðastíg 17, (Nýborg) 1930, síðar á Víðivöllum og Verkamannabústöðunum við Heiðarveg. Að síðustu dvaldi hún að Hraunbúðum.
„Amma hefur alltaf verið vinnusöm og sem dæmi um það fór hún mjög ung að heiman til að vinna fyrir sér, þar af leiðandi varð menntun af skornum skammti, en hún gekk samt í skóla stuttan tíma og stóðst vel þau próf sem fyrir hana voru lögð.
Amma vann margvísleg störf með heimilishaldinu alla sína tíð, allt frá erfiðisvinnu til fínlegra saumastarfa.
Amma var mjög skemmtileg kona, sem hafði kímnigáfuna í lagi. Það var sama þótt á móti blési, alltaf var hún tilbúin að grínast, en gerði það þó aldrei á kostnað annarra“. (Guðlaugur Sigurðsson í Mbl. 6. apríl 1993).

I. Jónína eignaðist barn með Kjartani Ólafssyni, síðar yfirfiskimatsmaður í Húsavík, f. 17. september 1894, d. 3. ágúst 1960:
Barnið var:
1. Henning Kristinn Kjartansson verslunar-og verkstæðiseigandi í Keflavík, f. 3. desember 1919, d. 8. apríl 2010.

II. Jónína eignaðist barn með Jörundi Jóhannessyni bátsformanni í Hrísey, f. 17. október 1896, d. 1. júní 1952.
Barnið var:
2. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsfreyja kona Sigurðar Guðlaugssonar frá Laugalandi, síðar kona Leifs Þorbjörnssonar Guðjónssonar frá Kirkjubæ. Hún var fædd 1. nóvember 1921 lést 1. nóvember 2007.

III. Eiginmaður Jónínu, (1925), var Ingimundur Bernharðsson, f. 23. júlí 1893, d. 1. desember 1968.
Börn Jónínu og Ingimundar voru:
3. Jórunn Ingimundardóttir, f. 9. október 1923, d. 12. janúar 2007.
4. Margrét Laufey Ingimundardóttir, f. 23. nóvember 1926, d. 18. nóvember 2013.
5. Sesselja Ingimundardóttir, f. 9. ágúst 1932.
6. Bernharð Ingimundarson, f. 30. október 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið. Minning 6. apríl 1993. Guðlaugur Sigurðsson.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.