Árni Filippusson (yngri)
Árni Filippusson yngri fæddist 29. júlí 1932 í Kalmanstjörn og lést
25. febrúar 2023.
Foreldrar hans voru Filippus Árnason frá Ásgarði, yfirtollvörður, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974, og kona hans Jónína Ólafsdóttir frá Drangastekk í Vopnafirði, húsfreyja, f. 14. júní 1903, d. 25. júlí 1971.
Börn Jónínu og Filippusar:
1. Rannveig Filippusdóttir húsfreyja, símavörður, f. 11. febrúar 1927 í Miðgarði, d. 28. júní 2021. Maður hennar Þorvarður Arinbjarnarson.
2. Árni Filippusson, f. 15. febrúar 1931 í Vatnsdal, d. 6. apríl 1931.
3. Árni Filippusson sölustjóri, f. 29. júlí 1932 á Kalmanstjörn, d. 15. febrúar 2023.
Árni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1949.
Árni varð sölustjóri hjá Velti hf.
Þau Sólveig giftu sig 1956, eignuðust tvö börn.
Árni lést 2023.
I. Kona Árna, (17. mars 1956), er Sólveig Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 21. febrúar 1936 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Magnús Stefánsson yfirverkstjóri, f. 30. ágúst 1908, d. 12. júní 1989, og kona hans Þórdís Hólm Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1908, d. 4. desember 1986.
Börn þeirra:
1. Filippus Gunnar Árnason sölustjóri, f. 14. júlí 1956 á Landspítalanum.
2. Þórdís Árnadóttir fóstra, f. 5. júlí 1960 á Landspítalanum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.