Erlendur J. Erlendsson (Giljum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erlendur Jónsson Erlendsson (Lindi) frá Giljum í Hvolhreppi, sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri fæddist þar 5. október 1917 og lést 4. júní 1996.
Foreldrar hans voru Erlendur Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, trésmiður, f. 10. mars 1865, d. 9. október 1917, og kona hans Jóhanna Einarsdóttir frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 7. mars 1879, d. 26. mars 1959.

Börn Jóhönnu og Erlendar:
1. Ólafur Erlendsson sjómaður, kyndari, háseti, f. 25. mars 1897, fórst í Halaveðrinu 8. febrúar 1925.
2. Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja í Norðurgarði í Mýrdal og í Sælundi í Vík þar, f. 4. júní 1900, d. 6. janúar 1980. Maður hennar Jón Guðmundsson.
3. Haraldur Elías Erlendsson sjómaður, f. 11. janúar 1902, d. 4. nóvember 1958.
4. Jón Erlendsson sjómaður, veitingamaður, f. 16. apríl 1903, d. 30. maí 1980.
5. Erlendur Erlendsson trésmiður, veitingamaður á Röðli, f. 6. september 1906, d. 14. desember 1958.
6. Leifur Kristinn Erlendsson þjónn, f. 12. júlí 1908, d. 20. október 1995. Kona hans Jóhanna Sighvatsdóttir.
7. Þuríður Einarbjörg Erlendsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. febrúar 1914, d. 13. september 1983. Maður hennar Börge, danskrar ættar.
8. Einar Sigurður Erlendsson leigubifreiðastjóri, síðast í Hafnarfirði, f. 22. október 1915, d. 26. október 1995. Kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
9. Erlendur Jónsson Erlendsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. október 1917, d. 4. júní 1996. Kona hans Sigríður Hannesdóttir.

Faðir Erlendar lést nokkrum dögum eftir fæðingu hans. Hann fluttist með móður sinni og systkinum til Eyja 1918, bjó með þeim á Vegbergi við Skólaveg 32 1920, með móður sinni og þrem systkinum þar 1927. Þar bjó þá einnig með þeim Guðjón Guðjónsson frá Sjólyst, stjúpfaðir hans.
Þau Jóhanna og Guðjón fluttu með hann til Reykjavíkur og giftu sig þar 1940.
Erlendur vann verkamanna- og sjómannsstörf, en árið 1940 til 1947 var hann vörubifreiðarstjóri á Þrótti. Hann var leigubifreiðarstjóri, fyrst hjá Litlu bílastöðinni, síðan á Hreyfli til starfsloka vegna veikinda.
Þau Sigríður giftu sig 1942, eignuðust tíu börn, bjuggu m.a. í Mávahlíð í Reykjavík.
Þá átti Erlendur barn með annari konu 1952.
Erlendur lést 1996 og Sigríður 2016.

I. Kona Erlendar, (15. ágúst 1942), var Sigríður Hannesdóttir frá Skíðsholtum á Mýrum, f. 5. ágúst 1921, d. 20. janúar 2016. Foreldrar hennar voru Hannes Gíslason frá Haga í Hraunhreppi, Mýr., bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 17. júní 1890, d. 17. desember 1963, og kona hans Sigurrós Jóhannsdóttir frá Skíðsholtskoti, húsfreyja, f. 23. ágúst 1895, d. 18. ágúst 1986.
Börn þeirra:
1. Garðar Erlendsson, f. 24. maí 1942. Fyrrum kona hans Ragnhildur Elín Ágústsdóttir. Sambúðarkona hans Hrafnhildur Kristjánsdóttir.
2. Ólafur Erlendsson, f. 22. júní 1943.
3. Sævar Erlendsson, f. 1. apríl 1946. Sambúðarkona hans Helga Hannesdóttir.
4. Þuríður Erlendsdóttir, f. 11. nóvember 1947. Maður hennar Guðjón Jónsson.
5. Hannes Erlendsson, f. 21. desember 1949. Kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir.
6. Erlendur Erlendsson, f. 25. desember 1950. Kona hans Anna Karlsdóttir.
7. Guðjón Júlíus Erlendsson, f. 14. júní 1952. Kona hans Kristín Jónsdóttir.
8. Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 19. september 1957. Maður hennar Davíð Steinþórsson.
9. Jóhanna Salvör Erlendsdóttir, f. 29. júní 1960. Maður hennar Jóhann Gylfi Gunnarsson.
10. Sigurrós Erlendsdóttir, f. 12. febrúar 1962. Maður hennar Kristján Jóhannsson.
II. Barn Erlendar:
10. Jón Erlendsson, f. 1952. Kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. júní 1996. Minning.
  • Morgunblaðið 29. janúar 2016. Minning Sigríðar Hannesdóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.