Einar S. Erlendsson (Giljum)
Einar Sigurður Erlendsson frá Giljum í Hvolhreppi, Rang., sjómaður, verslunarmaður, leigubifreiðastjóri fæddist þar 22. október 1915 og lést 26. október 1995.
Foreldrar hans voru Erlendur Jónsson frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, trésmiður, f. 10. mars 1865, d. 9. október 1917, og kona hans Jóhanna Einarsdóttir frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 7. mars 1879, d. 26. mars 1959.
Börn Jóhönnu og Erlendar:
1. Ólafur Erlendsson sjómaður, kyndari, háseti, f. 25. mars 1897, fórst í Halaveðrinu 8. febrúar 1925.
2. Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja í Norðurgarði í Mýrdal og í Sælundi í Vík þar, f. 4. júní 1900, d. 6. janúar 1980. Maður hennar Jón Guðmundsson.
3. Haraldur Elías Erlendsson sjómaður, f. 11. janúar 1902, d. 4. nóvember 1958.
4. Jón Erlendsson sjómaður, veitingamaður, f. 16. apríl 1903, d. 30. maí 1980.
5. Erlendur Erlendsson trésmiður, veitingamaður á Röðli, f. 6. september 1906, d. 14. desember 1958.
6. Leifur Kristinn Erlendsson þjónn, f. 12. júlí 1908, d. 20. október 1995. Kona hans Jóhanna Sighvatsdóttir.
7. Þuríður Einarbjörg Erlendsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. febrúar 1914, d. 13. september 1983. Maður hennar Börge, danskrar ættar.
8. Einar Sigurður Erlendsson leigubifreiðastjóri, síðast í Hafnarfirði, f. 22. október 1915, d. 26. október 1995. Kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
9. Erlendur Jónsson Erlendsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. október 1917, d. 4. júní 1996. Kona hans Sigríður Hannesdóttir.
Einar var með foreldrum sínum skamma stund, því að faðir hans lést, er Einar var tæpra tveggja ára.
Hann fluttist með móður sinni og systkinum til Eyja 1918 og ólst þar upp, flutti til Reykjavíkur.
Einar var sjómður um skeið, vann verslunarstörf hjá Ræsi hf. 1942-1962, en varð leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum 1955-1989.
Þau Ingibjörg giftu sig 1945, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu við Háaleitisbraut í Reykjavík, síðar á Naustahlein í Garðabæ.
Einar dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann lést 1995 og Ingibjörg 2007.
I. Kona Einars, (24. maí 1945), var Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Rimakoti í Oddasókn, f. 2. október 1925, d. 26. nóvember 2007. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Tyrfingsson bóndi, síðar verkamaður, f. 28. apríl 1891 í Eystri-Tungu í V.-Landeyjum, d. 22. október 1973 á Vífilsstöðum og Guðbjörg Bjarnadóttir vinnukona, f. 28. september 1886, d. 27. nóvember 1970.
Börn þeirra:
1. Hinrik Einarsson húsasmíðameistari, f. 28. september 1945. Kona hans Helga H. Magnúsdóttir.
2. Grétar Einarsson bifreiðastjóri, f. 1. júlí 1947. Kona hans Guðný Stefánsdóttir.
3. Eygló Einarsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1949. Maður hennar Bjarni Jóhannesson, látinn. Sambúðarmaður hennar Haukur Reynisson.
4. Bára Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1955. Maður hennar Gunnar Bjarnason.
5. Erlendur Steinar Einarsson afgreiðslumaður, f. 9. mars 1961.
6. Haraldur Einarsson sjómaður, f. 26. janúar 1965. Sambúðarkona hans Gerður Kristjánsdóttir.
7. Jóhanna Einarsdótir kennari, f. 1. apríl 1967. Maður hennar Ársæll Ársælsson yngri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 7. nóvember 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.