Bergþóra Aradóttir (leikskólakennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Bergþóra Aradóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Bergþóra Aradóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, leikskólakennari fæddist 26. júní 1959.
Foreldrar hennar voru Ari Magnús Sigurberg Bergþórsson frá Neskaupstað, f. 9. september 1913, d. 26. janúar 1986 og kona hans Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, húsfreyja, f. 19. ágúst 1925, d. 27. desember 1991.

Bergþóra lærði í Fósturskóla Íslands í Reykjavík, varð leikskólakennari 1988.
Hún starfaði í Leikskólanum Kirkjugerði 1989-1990, flutti til Neskaupstaðar 1991 og vann þar.
Bergþóra eignaðist barn með Jóni Ketilssyni 1988.
Þau Gunnar giftu sig 1991, eignuðust tvö börn.

I. Barnsfaðir Bergþóru er Jón Ketilsson, f. 9. desember 1955.
Barn þeirra:
1. Erla Bjarný Jónsdóttir lögfræðingur í Reykjavík, f. 27. júní 1988. Barnsfaðir hennar Axel Eskfjörð Jóhannsson. Sambúðarmaður hennar Birkir Rafn Ómarsson.

II. Maður Bergþóru, (15. júní 1991), er Gunnar Bogason sjómaður, f. 15. ágúst 1961.
Börn þeirra:
2. Snorri Gunnarsson vélstjóri hjá Landsvirkjun í Fljótsdal, f. 13. október 1990. Sambúðarkona Valdís Björk Geirsdóttir.
3. Steina Gunnarsdóttir MSc-lýðheilsufræðingur, vinnur hjá Háskóla Íslands. Sambúðarmaður hennar Gunnar Jökull Ágústsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.