Stígheiður Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stígheiður Þorsteinsdóttir frá Brekkum í Mýrdal, húsfreyja, saumakona fæddist 5. ágúst 1903 og lést 30. ágúst 1999.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Vigfússon bóndi, f. 12. apríl 1863 í Pétursey, d. 6. mars 1942 í Eyjum, og Sigurbjörg Stígsdóttir, f. 17. apríl 1874 á Brekkum, d. 10. október 1907.

Bróðir Stígheiðar var Jóhann Stígur Þorsteinsson, f. 4. september 1897, d. 17. ágúst 1970.

Stígheiður var með foreldrum sínum á Brekkum til 1907, en þá lést móðir hennar. Hún var tökubarn þar 1907-1908, með föður sínum þar 1908-1909, fósturbarn þar 1909-1918.
Hún var vinnukona í Sólheimakoti í Mýrdal 1918-1932, fór þá til Reykjavíkur.
Stígheiður var vinnukona á Skólavegi 25 1939 og lærði jafnframt karlmannafatagerð, eignaðist Sigurbjörgu Ólafíu með Einari Geir 1939.
Þau Einar Geir bjuggu á Velli 1940, giftu sig 1941 og fluttu til Reykjavíkur á því ári.
Þau eignuðust þrjú börn, en skildu.
Stígheiður bjó með fólki sínu við Reynihvamm í Kópavogi frá 1981, en dvaldi að síðustu í Sunnuhlíð þar.
Hún lést 1999.

I. Maður Stígheiðar, (1. janúar 1941, skildu), var Einar Geir Lárusson frá Velli, bifreiðastjóri, bílaviðgerðamaður, verslunarmaður f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Ólafía Einarsdóttir Forberg, húsfreyja, skrifstofumaður, afgreiðslumaður, f. 28. september 1939 á Skólavegi 25. Maður hennar er Olaf Forberg.
2. Elsa Dóróthea Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Flugleiðum, f. 22. febrúar 1942. Maður hennar, skilin, var Steingrímur Skagfjörð.
3. Þorsteinn Einar Einarsson bifvélavirki, f. 20. maí 1946. Kona hans var Eygló Bogadóttir, látin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.