Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 5. júní 1948.
Foreldrar hennar Ármann Bjarnfreðsson verkamaður, bóndi, verkstjóri, fiskimatsmaður, f. 30. mars 1929, d. 9. júní 1988, og kona hans Kristín Óskarsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1925, d. 22. ágúst 2012.

Börn Kristínar og Ármanns:
1. Óskar Ármannsson, f. 22. júní 1946, d. 22. mars 1947.
2. Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir, f. 5. júní 1948. Maður hennar Ingvar Björgvinsson.
3. Björgvin Ármannsson bóndi á Hvoli í Ölfusi, f. 13. október 1949. Kona hans Hrönn Bergþórsdóttir.
4. Hlynur Þór Ingólfsson sjómaður, f. 15. nóvember 1950, ættleiddur. Kona hans Dísa Pálsdóttir.
5. Óskar Lúðvík Ármannsson rennismiður í Reykjavík, f. 16. september 1953. Kona hans Þóra Haraldsdóttir.
6. Bjarnfreður Ármannsson sendibílstjóri í Hafnarfirði, f. 11. mars 1955. Kona hans Sigurlaug Garðarsdóttir.
7. Ægir Örn Ármannsson stýrimaður í Eyjum, f. 29. mars 1956, d. 7. janúar 2025. Kona hans Elín Jóhanna Eiríksdóttir.
8. Anna Jóna Ármannsdóttir, f. 28. ágúst 1957. Maður hennar Magnús Kristjánsson.
9. Guðný Björk Ármannsdóttir, f. 6. júlí 1961. Fyrrum maður hennar Kristján Árni Þorsteinsson. Fyrrum maður hennar Tryggvi Sigurðsson.
10. Þórleif Ármannsdóttir, býr í Kaupmannahöfn, f. 6. janúar 1963. Maður hennar Frits Carlsen.
11. Erla Dögg Ármannsdóttir, f. 19. júlí 1964.
12. Sigurbergur Ármannsson, f. 2. mars 1968. Kona hans Karítas Valsdóttir.

Þau Ingvar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum, en síðan í Hfirði.

I. Maður Ingibjargar var Ingvar Páll Björgvinsson frá Stykkishólmi, skipasmíðameistari og húsasmiður, f. 21. maí 1943, d. 7. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, f. 31. mars 1970 í Rvk.
2. Bjarki Páll Ingvarsson, f. 8. febrúar 1975 í Eyjum.
3. Daði Már Ingvarsson, f. 9. mars 1977 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.