Ægir Ármannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Ægir Örn Ármannsson)
Fara í flakk Fara í leit
Ægir Örn Ármannsson.

Ægir Örn Ármannsson sjómaður, stýrimaður fæddist 29. maí 1956 í Rvk.
Foreldrar hans Ármann Bjarnfreðsson verkamaður, bóndi, verkstjóri, fiskimatsmaður, f. 30. mars 1929, d. 9. júní 1988, og kona hans Kristín Óskarsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1925, d. 22. ágúst 2012.

Börn Kristínar og Ármanns:
1. Óskar Ármannsson, f. 22. júní 1946, d. 22. mars 1947.
2. Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir, f. 5. júní 1948. Maður hennar Ingvar Björgvinsson.
3. Björgvin Ármannsson bóndi á Hvoli í Ölfusi, f. 13. október 1949. Kona hans Hrönn Bergþórsdóttir.
4. Hlynur Þór Ingólfsson sjómaður, f. 15. nóvember 1950, ættleiddur. Kona hans Dísa Pálsdóttir.
5. Óskar Lúðvík Ármannsson rennismiður í Reykjavík, f. 16. september 1953. Kona hans Þóra Haraldsdóttir.
6. Bjarnfreður Ármannsson sendibílstjóri í Hafnarfirði, f. 11. mars 1955. Kona hans Sigurlaug Garðarsdóttir.
7. Ægir Örn Ármannsson stýrimaður í Eyjum, f. 29. mars 1956. Kona hans Elín Jóhanna Eiríksdóttir.
8. Anna Jóna Ármannsdóttir, f. 28. ágúst 1957. Maður hennar Magnús Kristjánsson.
9. Guðný Björk Ármannsdóttir, f. 6. júlí 1961. Maður hennar Kristján Þorsteinsson.
10. Þórleif Ármannsdóttir, býr í Kaupmannahöfn, f. 6. janúar 1963. Maður hennar Frits Carlsen.
11. Erla Dögg Ármannsdóttir, f. 19. júlí 1964.
12. Sigurbergur Ármannsson, f. 2. mars 1968. Kona hans Karítas Valsdóttir.

Ægir Örn lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1977.
Hann hóf sjómennsku og var léttadrengur á Tungufossi, eftir það á fiskibátum frá Rvk og frá Eyjum. Hann var 2. stýrimaður á skuttogaranum Vestmannaey VE 54 til 1987, þá stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Ófeigi III, Ófeigi, sem fórst 2001. Þá á nýjum Ófeigi til 2003. Hann var kennari í Stýrimannaskólanum í Rvk í tvö ár, var á Stíganda um skeið, en skipstjóri á Lóðsinum frá 2008.
Þau Elín giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Valhöll, byggðu hús við Búhamar 24 og búa þar.

I. Kona Ægis er Elín Jóhanna Eiríksdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1959. Foreldrar hennar Eiríkur Siggeir Albertsson, f. 13. september 1934, d. 18. ágúst 2023, og Hjördís Kristín Guðmundsdóttir, f. 30. júní 1931.
Barn þeirra:
1. Hjördís Kristín Ægisdóttir, læknaritari í Ástralíu, f. 27. október 1976. Maður hennar Brett Whelau.
2. Ármann Ragnar Ægisson sjúkraflutningamaður, f. 13. ágúst 1990. Kona hans Paulina Pierzak frá Póllandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Ægir og Elín.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.