Sigurlaug Garðarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurlaug Garðarsdóttir leiðbeinandi á leikskóla fæddist 3. maí 1962 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Garðar Sveinsson frá Arnarstapa við Fjólugötu 2, f. 11. mars 1931 í Hafnarfirði, d. 8. janúar 2016, og kona hans Guðný Lára Ágústsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1931.

Börn Láru og Garðars:
1. Unnur Garðarsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. febrúar 1954 á Selfossi. Fyrrum maður hennar Egill Ómar Grettisson. Maður hennar Kristinn Vilhjálmur Daníelsson.
2. Gústav Garðarsson sölufulltrúi í Hafnarfirði, f. 4. apríl 1956 í Eyjum. Fyrrum kona hans Guðlaug Katrín Þórðardóttir. Kona hans Anna Kristín Jóhannesdóttir.
3. Sigurlaug Garðarsdóttir leiðbeinandi á leikskóla í Hafnarfirði, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Maður hennar Bjarnfreður Ármannsson.
Kjörsonur þeirra, sonur Unnar dóttur þeirra:
4. Sveinn Garðar Garðarsson vélvirki í Hafnarfirði, f. 5. mars 1970 í Reykjvík. Sambúðarkona hans Þorgerður Guðrún Jónsdóttir.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Bjarnfreður giftu sig 1980, eignuðust tvö börn.

I. Maður Sigurlaugar, (3. maí 1980), er Bjarnfreður Ármannsson bifreiðastjóri í Rvk, f. 11. mars 1955 í Rvk. Foreldrar hans Ármann Bjarnfreðsson verkamaður, bóndi, verkstjóri, fiskimatsmaður, f. 30. mars 1929 á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., d. 9. júní 1988, og kona hans Kristín Óskarsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1925, d. 22. ágúst 2012.
Börn þeirra:
1. Karen Brá Bjarnfreðsdóttir, f. 14. febrúar 1981 í Eyjum, býr í Hfirði.
2. Anna Lára Bjarnfreðsdóttir, f. 16. ágúst 1988 í Hfirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.