Alda Jóhanna Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Alda Jóhanna Jóhannsdóttir sjúkraliði fæddist 10. október 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jóhann Ingi Einarsson frá Götu, vélstjóri, pípulagningamaður, leigubílstjóri, f. 29. febrúar 1940, d. 17. október 2021, og kona hans Birna Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi, húsfreyja, talsímakona, f. 10. október 1937, d. 22. október 2019.

Börn Birnu og Jóhanns:
1. Alda Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, fótaaðgerðafræðingur, f. 10. október 1963. Maður hennar er Óskar Ólafsson.
2. Erna Sigríður Jóhannsdóttir húsfreyja, sálfræðingur í Reykjavík, f. 29. maí 1965. Fyrrum maður hennar er Gunnar Hólm Ragnarsson. Maður hennar Eggert Gottskálksson.

Alda var með foreldrum sínum, á Kirkjulundi og við Fjólugötu 1.
Hún varð stúdent 1983, lauk sjúkraliðaprófi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1984, varð leikskólakennari í Fósturskóla Íslands 1995, lærði fótaaðgerðafræði í Keili á Ásbrú, Gull., útskrifaðist 2018.
Hún vann á handlækningadeild í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1984-1993, var leikskólakennari frá 1995, fótaaðgerðafræðingur frá 2018.
Þau Óskar giftu sig 1986, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Kirkjulandi við Birkihlíð 12.

I. Maður Öldu Jóhönnu, (12. júlí 1986), er Óskar Ólafsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. september 1965.
Börn þeirra:
1. Birna Ósk Óskarsdóttir kennari, deildarstjóri í Stapaskóla í Njarðvík, f. 7. september 1985. Maður hennar Ingi Þór Þórisson.
2. Ólafur Óskarsson sjómaður í Reykjavík, f. 13. maí 1989. Sambúðarkona hans Kristjana Ósk Ægisdóttir.
3. Jóhann Ingi Óskarsson húsasmiður, f. 28. janúar 1997. Sambúðarkona hans Þórey Hallgrímsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Alda.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.