Hellar í Vestmannaeyjum
Það eru margir og fagrir hellar í Vestmannaeyjaklasanum. Gaman er að gægjast í hellana og sjá undraverk náttúrunar. Sumir telja hvelfingarnar inn undir Súlnasker og Stórhellana í Hellisey sem hella en ekki er venja að gera það. Fallegasti hellirinn er trúlega Kafhellir í Hænu. Í Stórhöfða eru Fjósin og er ekki hægt að komast að þeim nema í báti. Austan við Napann, innan við Sölvaflá, þar er Selhellir. Austar í Stórhöfða er Stórhöfðahellir eða einnig þekktur sem Höfðahellir. Litli Höfðahellir er þar skammt hjá og má með sanni segja að margir hellar séu í Vestmannaeyjum og allir eru þeir mjög stórfenglegir. Á Haugum er Haugahellir. En ekki eru allir hellar við sjó því Hundraðmannahellir er í Ofanleitishrauninu og er hann einn þekktasti hellir ásamt Klettshelli í Vestmannaeyjum. Margir fleiri hellar eru í Vestmannaeyjum svo sem Teistuhellir, Strembuhellir, Æðahellir og Landahellir, en hann er nú týndur.
Kethellir er hellir sem hefur verið tyrft yfir og er hann á lóð númer 26 við Bessahraun.