Höfðahellir
(Endurbeint frá Stórhöfðahellir)
Í Stórhöfða er Stórhöfðahellir, en hann er einnig kallaður Höfðahellir, stendur beint austan frá vitanum og opnast út í hamarinn. Inngangur hans er rétt hjá brúninni. Hellirinn er nokkuð langur og er með hvelfingu. Á nokkrum stöðum er hægt að standa uppréttur. Gólfið í honum er slétt en þó er á nokkrum stöðum sprungur. Einstaka dropasteinar eru í hellinum.
Hellirinn er vel manngengur, þó nokkuð hafi hrunið ofan í hann á seinni árum. Hann opnast út í svokallaðan Súlukrók, til suðausturs er Hellutá og norðausturs Álkustallur.
Heimildir
Ársbók: F.Í 1948 : bls 129-134