Ágústa Sigurjónsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Sigurjónsdóttir.

Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir í Eystri-Norðurgarði, húsfreyja fæddist 24. mars 1913 og lést 22. júlí 2011.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Ásmundsson sjómaður bóndi og verkamaður í Vindheimum í Norðfirði, f. 16. mars 1883 á Karlsstöðum í Reyðarfirði, d. 25. október 1953 og fyrri kona hans Helga Davíðsdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1885 í Fannardal í Norðfirði, d. 25. júlí 1920.

Systir Ágústu var Þóra Sigurveig Sigurjónsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 19 1930, síðast í Reykjavík, f. 5. apríl 1905, d. 21. júlí 1983, kona Ólafs Guðjónssonar útgerðarmanns og bifreiðastjóra frá Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 4. september 1893, d. 2. janúar 1932.
Föðurbróðir Ágústu var Gunnlaugur Ásmundsson sjómaður frá Vöðlavík í S-Múl., f. 19. apríl 1884, d. 19. febrúar 1951. Kona hans var Þorgerður Guðrún Jónsdóttir húsfreyja frá Dölum, f. 6. maí 1895, d. 5. febrúar 1933.

Ágústa var 7 ára, er hún missti móður sína. Hún var hjá föðurforeldrum sínum 1920, fluttist 16 ára til Eyja og var vinnukona hjá Þóru (skírð Þórunn) systur sinni í Sólhlíð 19 1930.
Hún var bústýra Guðna í Eystri-Norðurgarði við giftingu þeirra 1933, húsfreyja þar síðan. Þau eignuðust Ólaf þar 1933, Helga 1937 og Ásu 1945.
Guðni lést 1962.
Ágústa giftist Sigmari og fluttist til Reykjavíkur. Þau skildu og Ágústa bjó hjá Ásu dóttur sinni, en dvaldi síðast á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og lést 2011.

Ágústa var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (16. desember 1933), var Guðni Maríus Finnbogason vélstjóri, formaður, smiður frá Eystri-Norðurgarði, f. 10. október 1909, d. 2. júlí 1962.
Börn þeirra:
1. Ólafur Rósenkranz Guðnason vélvirki, f. 14. ágúst 1933 í Eystri-Norðurgarði, d. 10. september 2021.
2. Helgi Þórarinn Guðnason járnsmíðameistari, vélvirki, f. 4. nóvember 1937 í Eystri-Norðurgarði.
3. Ása Finnboga María Guðnadóttir húsfreyja, f. 2. maí 1945 í Eystri-Norðurgarði.

II. Síðari maður Ágústu var Sigmar Guðmundsson útgerðarmaður frá Byggðarenda, f. 22. ágúst 1908, d. 4. júlí 1989. Fyrri kona hans var Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja á Byggðarenda, f. 8. júlí 1894, d. 20. maí 1962. Þau skildu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.