Helgi Gestsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Gestsson vinnuvélastjóri fæddist 26. apríl 1938 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Gestur Ingibjartur Guðnason bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 25, apríl 1905, d. 2. maí 1979, og kona hans Elsa Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1914, d. 24. júlí 1999.

Börn Elsu og Gests:
1. Stúlka, f. 20. ágúst 1933, dó samdægurs.
2. Guðni Einar Gestsson í Reykjavík, f. 29. febrúar 1936. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
3. Helgi Gestsson vinnuvélastjóri í Eyjum, f. 26. apríl 1938. Kona hans Árný Margrét Agnars Jónsdóttir.
4. Guðmundur Gestsson í Njarðvíkum, f. 16. apríl 1939. Kona hans Sólveig Daníelsdóttir.
5. Ingibjörg Gestsdóttir, í Garðinum, f. 5. júlí 1940. Maður hennar Páll Kristófersson.
6. Stúka, f. 20. apríl 1942, d. samdægurs.
Barn Elsu og Steindórs síðari manns hennar
7. Jenný Steindórsdóttir, f. 25. desember 1947. Maður hennar Halldór Guðmundsson.

Helgi var með foreldrum sínum.
Hann vann snemma á krana, í Keflavík og Reykjavík, eignaðist krana og var verktaki við uppskipun og útskipun í Reykjavík auk tilfallandi starfa við jarðvinnu og uppsteypun á húsum. Hann var í Eyjum við störf í Gosinu 1973, futtist til Eyja 1978, vann til áttræðs.
Þau Margrét giftu sig 1961, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Flötum 16, við Birkihlíð, í Miðgarði við Vestmannabraut 13a og að síðustu á Dyrhólum við Hásteinsveg 15B.
Margrét lést 2019.

I. Kona Helga, (11. febrúar 1961), var Árný Margrét Agnars Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1942 í Reykjavík, d. 1. október 2019 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Torfhildur Helgadóttir fiskverkakona, lyftarastjóri, f. 1959. Fyrrum maður hennar var Óskar Pétur Friðriksson, f. 19. júní 1958. Sambúðarkona hennar Viktoryia Salnytska frá Kænugarði (Kyjiv, Kief) í Úkraínu.
2. Agnar Helgason bifreiðaviðgerðarmaður, f. 19. ágúst 1960. Barnsmóðir hans Auður Björgvinsdóttir, f. 4. nóvember 1960. Kona hans Kathleen Valborg Clifford, f. 28. júlí 1961 í Reykjavík.
3. Brynja Helgadóttir fiskverkakona, starfsmaður Hraunbúða, f. 17. júlí 1961. Barnsfaðir hennar Sveinn Símonarson, f. 11. október 1962.
4. Berglind Helgadóttir fiskverkakona, starfsmaður Hraunbúða, býr nú í Hveragerði, f. 28. janúar 1963. Maður hennar Jóhann Hjaltalín.
5. Helgi Helgason sjómaður, f. 18. ágúst 1964. Kona hans Dagrún Deirdre Georgsdóttir.
6. Ingólfur Helgason iðnnemi, f. 7. maí 1970 í Eyjum, d. 24. september 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Helgi.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. október 2019. Minning Árnýjar Margrétar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.