Elsa Guðmundsdóttir (Miðgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elsa Guðríður Guðmundsdóttir frá Akurgerði í Gerðum, Gull., húsfreyja fæddist 29. ágúst 1914 í Hafnarfirði og lést 24. júlí 1999 í Eyjum, jarðsett frá Útskálakirkju.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson sjómaður frá Nýlendu í Garði, Gull., f. 4. ágúst 1883, d. 22. október 1952, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Snartarstöðum í Lundarreykjadal, síðar í Hafnarfirði, húsfreyja, f. 1. júlí 1894, d. 17. september 1992.

Elsa var með foreldrum sínum í æsku, í Hafnarfirði, flutti með þeim að Nýlendu í Garði eins árs, var í Akurgerði í Gerðum 1920, var í Hafnarfirði 1929.
Elsa var vinnukona í Bræðratungu í Biskupstungum í Árn. 1930, bjó í Reykjavík. Hún flutti ekkja til Helga sonar síns í Eyjum 1996, bjó að síðustu hjá honum í Miðgarði við Vestmannabraut 13a.
Þau Gestur giftu sig 1935, eignuðust sex börn, en skildu.
Þau Steindór giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Holtsgötu 35 í Reykjavík.
Steindór lést 1991 og Elsa Guðríður 1999 á Sjúkrahúsinu.

I. Maður Elsu, (21. desember 1935, skildu), var Gestur Ingibjartur Guðnason bifreiðastjóri, f. 25. apríl 1905, d. 2. maí 1979. Foreldrar hans voru Guðni Gestsson sjómaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1857 á Forsæti í Árn., d. 30. október 1919, og Ingibjörg Pálsdóttir, þá ráðskona hans, f. 12. júlí 1865 á Rauðsstöðum í Arnarfirði, d. 11. apríl 1958.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 20. ágúst 1933, dó samdægurs.
2. Guðni Einar Gestsson í Reykjavík, f. 29. febrúar 1936. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
3. Helgi Gestsson vinnuvélastjóri í Eyjum, f. 26. apríl 1938. Kona hans Árný Margrét Agnars Jónsdóttir.
4. Guðmundur Gestsson í Njarðvíkum, f. 16. apríl 1939. Kona hans Sólveig Daníelsdóttir.
5. Ingibjörg Gestsdóttir í Garðinum, f. 5. júlí 1940. Maður hennar Páll Kristófersson.
6. Stúka, f. 20. apríl 1942, d. samdægurs.

II. Síðari maður Elsu var Steindór Aðalsteinn Steindórsson sjómaður, vélstjóri, f. 11. nóvember 1916, d. 11. júlí 1991. Foreldrar hans voru Steindór Nikulásson vélstjóri, f. 20. júní 1901, d. 1. júlí 1960, og Jenný María Helgadóttir, f. 18. desember 1883, d. 30. október 1940.
Barn þeirra:
7. Jenný Steindórsdóttir, f. 25. desember 1947. Maður hennar Halldór Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. ágúst 1999. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.