Helga Sigurðardóttir (Stóru-Mörk)
Helga Sigurðardóttir húsfreyja í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum fæddist 6. ágúst 1869 á Seljalandi þar og lést 20. janúar 1943 í Fagranesi.
Foreldrar hennar voru Sigurður Engilbertsson frá Syðstu-Mörk, vinnumaður, f. 1848 og Sigurbjörg Jónsdóttir vinnukona, f. 27. mars 1847, d. 28. mars 1923.
Helga var bróðurdóttir Gísla Engilbertssonar verslunarstjóra.
Helga var með vinnukonunni móður sinni á Seljalandi u. Eyjafjöllum 1870, tökubarn þar 1880, en móðir hennar var þar vinnukona. Hún var vinnukona í Stóru-Mörk þar 1890, en þar var Björn Þorgilsson sonur bóndans.
Þau Björn voru bændur á Lambhúshól 1901. Þar var Siguveig 10 ára og Sigurbjörg móðir Helgu var með þeim, en Gunnlaugur Júlíus var þar með foreldrum sínum á sömu jörð.
Þau voru enn á Lambhúshól 1910. Sigurveig var þar heimilisföst, en dvaldi í Hafnarfirði.
Björn lést 1921.
Helga fluttist til Eyja 1924, var á Miðhúsum 1930, stundaði þar verkakvennavinnu, var ekkja í Fosstúni 1934.
Hún var ekkja á Víðisvegi 7c 1940 með Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur uppeldisdóttur sinni og Árna Sigurjónssyni sjómanni, uppeldissyni sínum 37 ára.
Helga lést 1943.
Maður Helgu, (1893), var Björn Þorgilsson bóndi, f. 18. apríl 1870, d. 10. nóvember 1921.
Barn þeirra í Eyjum:
1. Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja í Stafholti, f. 22. september 1891, d. 27. september 1934.
Uppeldisbörn þeirra voru:
2. Árni Sigurjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, olíuafgreiðslumaður, f. 25. nóvember 1903, d. 28. mars 1971. Kona hans var Sigríður Auðunsdóttir frá Hlaðbæ, húsfreyja í Skála, f. 30. júní 1912, d. 21. mars 1989.
Hann var sjómaður 1930 og dvaldi í Stafholti.
3. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Sæbergi, síðast í Njarðvíkum, f. 12. janúar 1915, d. 8. nóvember 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.