Sigríður Auðunsdóttir (Hlaðbæ)
Sigríður Auðunsdóttir frá Hlaðbæ, verkakona, húsfreyja fæddist 30. júní 1912 að Efri-Hóli u. Eyjafjöllum og lést 21. mars 1989.
Foreldrar hennar voru Auðunn Auðunsson bóndi, f. 1. nóvember 1863, d. 21. júní 1942, og kona hans Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1875, d. 25. apríl 1968.
Fósturforeldrar Sigríðar frá tveggja ára aldri voru Bjarni Einarsson bóndi, útgerðarmaður í Hlaðbæ, f. 3. september 1869, d. 16. desember 1944, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1875, d. 2. júní 1942.
Sigríður var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en fór í fóstur til Halldóru og Bjarna 1914.
Hún sat um skeið í Unglingaskóla Vestmannaeyja.
Hún var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Þórs og lék með því handbolta.
Sigríður starfaði í Netagerð Vestmannaeyja, einnig í Þurrkhúsinu og Fiskiðjunni.
Þau Árni giftu sig 1946, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Skála við Ausurveg, áður nefnt Litli-Hlaðbær. Þau endurbyggðu húsið og bjuggu þar frá 1953. Sigríður bjó þar til Goss 1973, en síðar við Illugagötu.
Árni lést 1971 og Sigríður 1989.
I. Maður Sigríðar, (7. janúar 1946), var Árni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, olíuafgreiðslumaður, f. 25. nóvember 1903 á Fit u. V.-Eyjafjöllum, d. 15. júlí 1971.
Barn þeirra:
1. Halldór Bjarni Árnason rafvirkjameistari, flugmaður í Hafnarfirði, f. 12. janúar 1945 í Hlaðbæ. Kona hans Oddný Ögmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 6. júní 1989. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.