Sigurvin Jensson Sigurvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurvin Jensson Sigurvinsson framkvæmdastjóri, verslunarmaður, matsveinn til sjós, fæddist 10. september 1952 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigurvin Jensson, f. 10. apríl 1916, d. 9. júlí 1953, og kona hans Una Guðríður Rósamunda Sigurðardóttir frá Hruna, húsfreyja, f. 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.

Meðal systkina Sigurvins er
1. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 8. október 1943. Hún var fóstruð af móðurforeldrum sínum í Hruna.

Sigurvin missti föður sinn á fyrsta ári sínu. Hann var með móður sinni, en dvaldi löngum hjá móðurforeldrum sínum í Eyjum.
Hann vann í Magna, stundaði sjómennsku, var vélstjóri og matsveinn. Um skeið var hann leigubílstjóri og rak leigubílastöðina Eyjataxi.
Eftir flutninginn til Selfoss 1982 rak hann Bílaleigu Suðurlands. Einnig var hann sölumaður og bensínafgreiðslumaður.
Þau Helga giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 34 til Goss, síðar á Skólavegi 1, á Brekku við Faxastíg, á Vestmannabraut 58b, Helgafellsbraut 25 og síðast á Sóleyjargötu 2.
Þau fluttu til Selfoss 1982 og búa við Eyrarveg.

I. Kona Sigurvins, (1. desember 1972), er Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir, f. 8. ágúst 1953 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum.
Börn þeirra:
1. Valgerður Una Sigurvinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 20. febrúar 1971. Maður hennar Sigurður Gísli Þorsteinsson.
2. Helena Rut Sigurvinsdóttir öryrki, f. 2. júlí 1980. Sambýlismaður Árni Sigurður Halldórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.