Kristinn Gunnar Vilmundarson
Kristinn Gunnar Vilmundarson á Ketilvöllum í Bláskógabyggð, bifreiðastjóri fæddist 5. febrúar 1959.
Foreldrar hans Vilmundur Þórir Kristinsson sjómaður, lögreglumaður, fangavörður, f. 31. október 1937, d. 9. júlí 2020, og kona hans Hallbera Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. . október 1941.
Börn Hallberu Valgerðar og Vilmundar Þóris:
1. Kristinn Gunnar Vilmundarson á Ketilvöllum í Bláskógabyggð, bifreiðastjóri, f. 5. febrúar 1959. Fyrrum kona hans Jóna Björg Jónsdóttir. Sambýliskona hans Guðný Grímsdóttir.
2. Jón Ólafur Vilmundarson sjómaður, starfsmaður við þjónustu á Breiðabólstað í Ölfusi, f. 24. desember 1960. Kona hans Sigrún Theodórsdóttir.
3. Valgeir Vilmundarson sjómaður á Dalvík, f. 20. desember 1963. Kona hans Sigríður Inga Ingimarsdóttir.
4. Indlaug Vilmundardóttir húsfreyja, leikskólakennari á Selfossi, f. 4. júlí 1968. Maður hennar David Karl Cassidy.
5. Þuríður Katrín Vilmundardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Bolungarvík, f. 31. janúar 1976. Maður hennar Jón Páll Hreinsson.
Þau Jóna Björg hófu sambúð, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Guðný hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau búa á Ketilvöllum í Bláskógabyggð.
I. Fyrrum sambúðarkona Kristins Gunnars er Jóna Björg Jónsdóttir húsfreyja, nú leikskólastjóri á Flúðum, f. 11. júní 1962. Foreldrar hennar Jón Haukur Bjarnason, f. 5. september 1941, d. 31. desember 2023, og Elsa Jónsdóttir, f. 6. janúar 1942.
Börn þeirra:
1. Haukur Þórir Kristinsson, f. 11. mars 1981.
2. Hákon Kristinsson, f. 7. mars 1982, d. 28. nóvember 1984.
3. Einir Örn Kristinsson, f. 14. júlí 1985.
4. Gunnar Bjarni Kristinsson, f. 3. febrúar 1989.
II. Sambúðarkona Kristins Gunnars er Guðný Grímsdóttir húsfreyja, bóndi, f. 31. ágúst 1957. Foreldrar hennar Grímur Jónsson, f. 3. febrúar 1910, d. 2. júlí 1989, og Laufey Bjarnadóttir, f. 2. desember 1914, d. 6. febrúar 1998.
Barn þeirra:
5. Grímur Kristinsson, f. 10. ágúst 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristinn Gunnar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.