Guðrún G. Gísladóttir (Sólhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún G. Gísladóttir.

Guðrún Gíslína Gísladóttir frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 2. júní 1913 og lést 29. október 1995.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi, f. 7. nóvember 1876, d. 28. september 1950, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1891, d. 18. október 1983.

Systkini Gísla í Eyjum voru
1. Halldóra Jónsdóttur húsfreyja í Hlaðbæ, f. 28. febrúar 1875, d. 2. júní 1942.
2. Sveinn Jónsson formaður, útgerðarmaður á Landamótum, f. 1. desember 1877, d. 12. október 1978.

Guðrún var með foreldrum sínum í Ysta-Skála í æsku og til 26 ára aldurs.
Þau Sigurbjörn giftu sig í Reykjavík 1939 og fluttust til Eyja á árinu, bjuggu á Þorvaldseyri, Vestmannabraut 35 1939 við fæðingu Sigríðar og bjuggu þar 1940, á Herðubreið, Heimagötu 28 1940-1949, í Sólhlíð 26 1949 og til Goss, en fluttust þá til Reykjavíkur og bjuggu að Austurbergi 10.
Sigurbjörn lést 1979 og Guðrún 1995.

I. Maður Guðrúnar, (1939 í Reykjavík), var Sigurbjörn Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.
Barn þeirra
1. Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. október 1939 á Þorvaldseyri, Vestmannabraut 35.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.