Sigríður Sigurbjörnsdóttir (Sólhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Sigurbjörnsdóttir.

Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 24. október 1939 á Þorvaldseyri.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979, og kona hans Guðrún Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 2. júní 1913, d. 29. október 1995.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, fæddist á Þorvaldseyri við Vestmannabraut, var þar til tveggja ára aldurs, á Herðubreið við Heimagötu frá tveggja til 10 ára og síðan í Sólhlíð 26.
Hún tók gagnfræðapróf 1956 og vann um 18 ára skeið hjá Rafveitunni.
Þau Sævar eignuðust Sigrúnu 1960, bjuggu þá í Sólhlíð 26, keyptu Grænuhlíð 12 tæplega fokhelda 1960, luku byggingunni og fluttu í húsið í nóvember 1963 og giftu sig í sama mánuði.
Þau bjuggu í Eyjum til Goss, en fluttust þá til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan.
Hún vann í Reykjavík hjá Lyfjaverslun Ríkisins, sem síðar varð Icepharma, í samtals 18 ár.

I. Maður Sigríðar, (16. nóvember 1963), er Lárus Sævar Sæmundsson vélstjóri, rafvirkjameistari, f. 17. janúar 1940 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Sigrún Sævarsdóttir kennari og skrifstofumaður í Reykjavík, f. 9. febrúar 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sigríður og Sævar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.