Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir húsfreyja fæddist 6. október 1959. Foreldrar hennar voru Ragnar Matthías Guðnason frá Vestmannabraut 74, f. 7. janúar 1942 í Eyjum, og kona hans Ásta Kristinsdóttir frá Urðavegi 40 húsfreyja, afgreiðslumaður, f. 8. september 1942.

Guðrún var alinn upp hjá móðurforeldrum sínum, var með foreldrum sínum í Hátúni 2 1972.
Hún lauk 3. bekkjar prófi í Gagnfræðaskólanum og nam síðan einn vetur í verslunardeild þar.
Guðrún vann við fiskiðnað og í verslun.
Þau Þorvarður giftu sig 1981, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Bröttugötu 5.

I. Maður Guðrúnar Bjarnýjar, (30. maí 1981), var Þorvarður Vigfús Þorvaldsson frá Holti, húsa- og húsgagnasmíðameistari, veggfóðrunar- og dúklagningameistari, f. 20. nóvember 1956, d. 9. janúar 2015.
Börn þeirra:
1. Bjarný Þorvarðardóttir hárgreiðslukona, er einkaþjálfari, f. 19. september 1983. Maður hennar Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
2. Gauti Þorvarðarson hefur BA-próf í sálfræði, pípulagningamaður, sjómaður f. 19. febrúar 1989. Sambúðarkona hans Elísabet Þorvaldsdóttir.
3. Víðir Þorvarðarson viðskiptafræðingur, f. 7. júlí 1992. Sambúðarkona hans Brigitta Kristín Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.