Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Heiðar tekur í höndina á Óskari Erni Ólafssyni við undirskrift samnings við ÍBV.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er fæddur 1. apríl 1982. Hann lauk grunnskólaprófi frá Hamarsskóla Vestmannaeyja 1998 og stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum árið 2002.

Gunnar Heiðar sýndi strax ótrúlega hæfileika á knattspyrnuvellinum og hefur leikið með öllum landsliðum Íslands í knattspyrnu. Þótt hann hafi ekki skipað sér fastan sess í A-landsliðinu, þá fær hann sín tækifæri. Árið 2005 spilaði hann í sex landsleikjum, byrjaði inn á í tveim þeirra og skoraði eitt mark. Hann lék með ÍBV í öllum yngri flokkum sem og meistaraflokki félagsins. Hann var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar árið 2002 og hann var markakóngur í efstu deild árið 2004.

Árið 2004 var Gunnar Heiðar seldur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Halmstad þar sem hann sló heldur betur í gegn á sínu fyrsta ári og varð meðal annars markakóngur sænsku deildarinnar. Önnur lið í Evrópu fylgdust grannt með Gunnari og á vormánuðum 2006 gerði hann samning við stórlið Hannover í Þýskalandi. Frá Hannover var hann lánaður til Våleranga í Osló og seldur árið 2008 til Esbjerg í Danmörku. Þaðan var hann lánaður til Reading og Fredrikstad. Árið 2011 samdi hann við ÍBV en spilaði ekki fyrir liðið. Hann samdi við Nörrköping í Svíþjóð stuttu eftir að hafa samið við ÍBV.

Gunnar Heiður er kvæntur Bjarnýju Þorvarðardóttur.

Frekari umfjöllun

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari fæddist 1. apríl 1982.
Foreldrar hans Þorvaldur Heiðarsson, sjómaður, vélstjóri, f. 11. janúar 1958, og Sólveig Anna Gunnarsdóttir, húsfreyja, f. 10. júlí 1962.

Börn Sólveigar og Þorvaldar:
1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, f. 1. apríl 1982 í Eyjum.
2. Björgvin Már Þorvaldsson, f. 9. febrúar 1986 í Eyjum.
3. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, f. 18. janúar 1992 í Eyjum.
4. Eyþór Örn Þorvaldsson, f. 9. október 1996 í Eyjum.

Gunnar eignaðist barn með Thelmu Björku 2002.
Þau Bjarný giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa nú á Akranesi.

I. Barnsmóðir Gunnars Heiðars er Thelma Björk Gísladóttir, f. 27. september 1979.
Barn þeirra:
1. Gauti Gunnarsson, f. 18. september 2002.

I. Kona Gunnars Heiðars er Bjarný Þorvarðardóttir, húsfreyja, hárgreiðslukona, einkaþjálfari, f. 19. september 1983.
Börn þeirra:
2. Gabríel Snær Gunnarsson, f. 23. júlí 2008.
3. Hinrik Helgi Gunnarsson, f. 3. maí 2011.
4. Christian Leó Gunnarsson, f. 25. desember 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.