Ragnar Guðnason (Steini)
Ragnar Matthías Guðnason frá Steini við Vesturveg 10, sjómaður, stýrimaður fæddist 7. janúar 1942 að Vestmannabraut 74.
Foreldrar hans Guðni Runólfsson frá Vík í Mýrdal, sjómaður, f. 25. september 1910, d. 9. júní 1980, og kona Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 10. júlí 1913, d. 27. október 1990.
Börn Vilborgar og Guðna:
1. Jóhann Sigurbergur Guðnason, f. 22. október 1936 á Sólheimum.
2. Ragnar Matthías Guðnason, f. 7. janúar 1942 á Vestmannabraut 74.
3. Vilhjálmur Guðnason, f. 12. ágúst 1950 á Steini, d. 7. nóvember 1950.
4. Lilja Guðnadóttir, f. 14. desember 1952 á Steini.
Ragnar lauk hinu minna fiskimannaprófi í Eyjum 1962.
Hann var stýrimaður frá 1962 nema 1973. Þá var hann við störf í Eyjum
í sambandi við eldgosið, hreinsun og fleira.
Þau Ásta giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Ragnarss er Ásta Kristinsdóttir húsfreyja, póstfulltrúi, f. 8. ágúst 1942.
Börn þeirra:
1. Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir, snyrtifræðingur, f. 6. október 1959.
2. Kristinn Guðni Ragnarsson, f. 8. desember 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.