Guðbjörn Guðlaugsson (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörn Árni Guðlaugsson vélvirki fæddist 26. nóvember 1920 í Pétursborg og lést 1. desember 2006.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og formaður, f. 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 23. júní 1970, og kona hans Guðríður Björg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1891 á Seyðisfirði, d. 8. maí 1972.

Börn Bjargar og Guðlaugs:
1. Þorsteinn Guðni, f. 18. apríl 1917, d. 17. september 2001.
2. Sigurður Ingiberg, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
3. Guðbjörn Guðlaugsson, f. 26. nóvember 1920, d. 1. desember 2006.
4. Indíana Guðlaugsdóttir, f. 26. september 1922, d. 4. júní 1994.
5. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017.
6. Emilía Guðlaugsdóttir, f. 16. maí 1929, d. 19. febrúar 2007.
Barn Guðlaugs með Hermanníu Sigurðardóttur, f. 4. september 1896, d. 23. júlí 1989, var
7. Laufey Guðlaugsdóttir, f. 22. mars 1918 á Nesi í Norðfirði, d. 21. júní 2006 í Reykjavík.

Þau Rebekka giftu sig 1949, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Soffía giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Guðbjörns, (31. desember 1949, skildu), var Rebekka Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 31. desember 1921 á Arnarstöðum í Núpasveit, N.-Þing., d. 12. febrúar 2003. Foreldrar hennar voru Jón Tómasson bóndi á Arnarstöðum, f. 13. september 1883, d. 5. mars 1974, og kona hans Guðrún Antonía Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1890, d. 1. janúar 1974.
Barn þeirra:
1. Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 25. júlí 1950. Maður hennar Sigurður Dagbjartsson.

II. Kona Guðbjörns Jóna Soffía Davíðsdóttir frá Norðfirði, f. 9. desember 1926, d. 30. október 1986.
2. Þorsteinn Guðbjörnsson bakari, f. 3. nóvember 1959. Kona hans Helga Hauksdóttir.
3. Guðbjörg Guðbjörnsdóttir skrifstofumaður, f. 13. mars 1964.
4. Ragnar Guðbjörnsson öryrki, f. 8. nóvember 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorsteinn Guðbjörnsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.